Auglýsing vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Höfðasels
Minniháttar breyting á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 til samræmis við nýtt deiliskipulags Höfðasels. Svæði I-314 er stækkað lítillega syðst upp að Höfðaselsholti. Auglýst samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að setja fram athugasemdir á Skipulagsgátt (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1095). Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 22. september 2025 í gegnum Skipulagsgátt.
Nýtt deiliskipulag Höfðasels byggir á eldra deiliskipulagi undir iðnaðarsvæði. Skilgreindar verða aðkomuleiðir að nýju athafnasvæði í Grjótkelduflóa austan skipulagssvæðisins frá Akrafjallsvegi. Nýjar lóðir eru skilgreindar sem iðnaðarlóðir ásamt lóðum undir helstu veitumannvirki. Skipulagið fellur undir eftirfarandi landnotkunarflokka svk. Aðalskipulagi Akraness I-314, I-315, I-316. Auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt er að setja fram athugasemdir á Skipulagsgátt (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/122). Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 22. september 2025 í gegnum Skipulagsgátt.