Akraneskaupstaður vinnur að aðgerðum til viðspyrnu fyrir samfélagið
		
					23.03.2020			
															COVID19
							
	Akraneskaupstaður vinnur að aðgerðum um þessar mundir er varða veitingu afslátta, frestun eða niðurfellingu gjalda fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélagsins vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Eru hér gjaldskrár eins og leikskólagjöld, frístund, fasteignagjöld og þess háttar til skoðunar.
Fyrsta umræða um þetta tiltekna málefni verður í bæjarráði Akraness þann 25. mars næstkomandi. Verður í kjölfar niðurstöðu bæjarráðs gefin út sérstök tilkynning til íbúa og fyrirtækja um aðgerðir Akraneskaupstaðar til að mæta þeim samdrætti sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
 
					 

 
  
 



