Stofnfundur Fluguhnýtingarfélags Vesturlands

Fjölskylda og félagsstarf
Hvenær
4. október kl. 18:00-23:00
Hvar
Keilusalurinn á Akranesi
Fyrsta fluguhnýtingarkvöld vetrarins þar sem við höldum áfram að hittast og hnýta saman flugur ásamt stofnfundi Fluguhnýtingarfélags Vesturlands, en það verður fyrsta félag sinnar tegundar á Íslandi.
Það eru allir hjartanlega velkomnir á þennan viðburð og alls ekki skylda að kunna að hnýta eða eiga búnað, það er velkomið að koma við og kynna sér það sem fer fram og spjalla.
Þeir sem standa að stofnun félagsins fundu fyrir miklum áhuga á fluguhnýtingum á fluguhnýtingarkvöldum á Akranesi og í Borgarnesi síðasta vetur og í framhaldinu var ákveðið að stofna félag til að virkja þennan áhuga.
- Fluguhnýtingarfélag Vesturlands er félag áhugafólks um fluguhnýtingar, því er ætlað að efla og auka áhuga á fluguhnýtingum á Vesturlandi. Félagið er öllum opið sem vilja taka þátt.
- Fluguhnýtingarfélag Vesturlands kemur til með að standa fyrir fluguhnýtingarkvöldum á Akranesi, í Borgarnesi og víðar ef óskað er. Einnig stendur til að bjóða upp á ýmiskonar fræðslu og kennslu í fluguhnýtingum.
- Búið er að tryggja félagsmönnum afslátt hjá helstu veiðiverslunum á suðvesturhorninu auk þess að fá afslátt af Veiðikortinu.
Fluguhnýtingar henta fólki af öllum kynjum og breiðum aldurshópi. Fjölskyldur geta sameinast við fluguhnýtingar og það þarf ekki krafta eða dýrar græjur til að hnýta flugur, hægt er að komast langt með byrjenda setti og góðu ljósi. Fluguhnýtingar efla einbeitingu, samræma hug og hönd og eru ein af betri núvitundaræfingum sem finnast. Svo er mun skemmtilegra að veiða fisk á flugu sem hnýtt er af viðkomandi veiðifólki.
Við hlökkum til að sjá sem flesta!
Undirbúningsnefndin