Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Heilsuefling eldra fólks
2402299
Verkefnið "Sprækir skagamenn" hefur verið í gangi frá haustinu 2024. þátttakan hefur verið mikil frá upphafi og eftirspurnin aukist jafnt og þétt.
Ræða þarf framhald verkefnisins á árinu 2026 og til framtíðar.
Heiðar Mar Björnsson og Emilía Halldórsdóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Ræða þarf framhald verkefnisins á árinu 2026 og til framtíðar.
Heiðar Mar Björnsson og Emilía Halldórsdóttir sitja fundinn undir þessum lið.
2.Stefnumótun Akraneskaupstaðar
2209259
Farið verður yfir verkefnaskrá í tengslum við yfirstandandi fjárhagsáætlun og áherslur verkefna.
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir fer yfir verkefnaskrá sviðssins.
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir fer yfir verkefnaskrá sviðssins.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Guðrúnu Þórbjörgu Sturlaugsdóttur verkefnastjóra fyrir góða yfirferð á verkefnaskrá velferðar- og mannréttindasviðs.
3.Reglur um leigu á íbúðum Akraneskaupstaður - endurskoðun
2510014
Reglur um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar hafa verið í endurskoðun hjá starfsmönnum velferðar- og mannréttindasviðs.
Drög að endurskoðuðum reglum lögð fram.
Drög að endurskoðuðum reglum lögð fram.
Velferðar- og mannréttindasvið felur starfsmönnum velferðar- og mannréttindasviðs að vinna drögin áfram og leggja málið fram að nýju.
4.Ræstitækni ehf. - þjónustusamningur
2208038
Þjónustusamningur við fyrirtækið Ræstitækni lagður fram vegna endurskoðunar.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir uppsögn á samningnum og að bætt verði við stöðugildi í stuðningsþjónustunni, enda um augljósa hagræðingu að ræða.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsmönnum velferðar- og mannréttindasviðs að vinna málið áfram og koma með aftur fyrir næsta fund ráðsins.