Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

252. fundur 07. október 2025 kl. 15:00 - 18:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Dagskrá

1.Heilsuefling eldra fólks

2402299

Verkefnið "Sprækir skagamenn" hefur verið í gangi frá haustinu 2024. þátttakan hefur verið mikil frá upphafi og eftirspurnin aukist jafnt og þétt.



Ræða þarf framhald verkefnisins á árinu 2026 og til framtíðar.



Heiðar Mar Björnsson og Emilía Halldórsdóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Heiðari Mar Björnssyni framkvæmdastjóra ÍA og Emilíu Halldórsdóttur, verkefnastjóra ÍA fyrir kynningu á stöðu verkefnisins Sprækir skagamenn.

Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsmönnum velferðar- og mannréttindasviðs að vinna málið áfram og koma með aftur fyrir næsta fund ráðsins.

2.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Farið verður yfir verkefnaskrá í tengslum við yfirstandandi fjárhagsáætlun og áherslur verkefna.



Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir fer yfir verkefnaskrá sviðssins.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Guðrúnu Þórbjörgu Sturlaugsdóttur verkefnastjóra fyrir góða yfirferð á verkefnaskrá velferðar- og mannréttindasviðs.

3.Reglur um leigu á íbúðum Akraneskaupstaður - endurskoðun

2510014

Reglur um leigu á íbúðum Akraneskaupstaðar hafa verið í endurskoðun hjá starfsmönnum velferðar- og mannréttindasviðs.



Drög að endurskoðuðum reglum lögð fram.
Velferðar- og mannréttindasvið felur starfsmönnum velferðar- og mannréttindasviðs að vinna drögin áfram og leggja málið fram að nýju.

4.Ræstitækni ehf. - þjónustusamningur

2208038

Þjónustusamningur við fyrirtækið Ræstitækni lagður fram vegna endurskoðunar.



Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir uppsögn á samningnum og að bætt verði við stöðugildi í stuðningsþjónustunni, enda um augljósa hagræðingu að ræða.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00