Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

227. fundur 07. júní 2024 kl. 09:00 - 10:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
  • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Lög um breytingu á lögum um húsnæðisbætur nr. 752016

24052252

Alþingi samþykkti í maí 2024 lagafrumvarp um breytingar á lögum um húsnæðisbætur. Markmið laganna er að styðja við nýgerða kjarasamninga til fjögurra ára á almennum vinnumarkaði með því að hækka húsnæðisbætur og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna og draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda.



Við breytingarnar verður annars vegar tekið aukið tillit til fjölda heimilisfólks við útreikning húsnæðisbóta. Þannig munu grunnfjárhæðir og frítekjumörk vegna húsnæðisbóta taka til allt að sex heimilismanna í stað fjögurra áður. Tveir flokkar grunnfjárhæða húsnæðisstuðnings bætast við vegna fimm eða sex heimilismanna og þá hækka einnig frítekjumörk vegna heimila þar sem fimm eða sex búa.



Hins vegar hækkar grunnfjárhæð húsnæðisbóta til einstaklingsheimila um 25% frá því sem nú gildir. Aðrar grunnfjárhæðir hækka til samræmis. Skerðingarmörk vegna eigna hækka einnig í 12,5 m.kr. en þau eru 8 m.kr. í dag. Þannig munu húsnæðisbætur ekki falla niður fyrr en samanlagðar heildareignir heimilis ná 20 m.kr.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að þakið vegna sérstaks húsnæðisstuðnings sveitarfélagsins verðir hækkað úr 80.000 kr. í 90.000 kr. í ljósi laga um breytinga á lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00