Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

211. fundur 19. september 2023 kl. 15:15 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Liv Aase Skarstad varamaður
Starfsmenn
 • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sólveig Sigurðardóttir deildarstjóri farsældarþjónustu barna
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Brú hses - Skógarlundur 40, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023

2303217

Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráðs á fundi sínum þann 15. júní sl.Málið komi svo að nýju til umfjöllunar bæjarráðs.Bókun bæjarráðs 14.09. sl.Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning Akraneskaupstaðar og Leigufélagsins Brú hses um stofnframlag til uppbyggingar á 6 íbúðakjarna við Skógarlund 40 á Akranesi sem gerður er á grundvelli laga um almennar íbúðir og reglugerðar nr. 183/2020 sbr. fyrirliggjandi úthlutun Húsnæðis- og mannvirkjarstofnunar um stofnframlag dags. 19. júní 2023. Heildarstofnvirði framkvæmdarinnar er. kr. 315.357.229 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 16% af þeirri fjárhæð eða kr. 50.457.157 sem gerð er krafa um endurgreiðslu á í samræmi við reglur laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og ákvæði reglugerðar nr. 180/2020. Bæjarráð vísar samningum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar. Samþykkt 3:0
Lagt fram til kynningar.

2.Dalabyggð- beiðni um framkvæmd og rekstur á barnaverndarþjónustu

2303099

Drög að samningi milli Akraneskaupstaðar og Dalabyggðar vegna barnaverndarþjónustu var lagður fram í bæjarráði þann 14.09.sl, þar sem fram komu athugasemdir við ákvæði samningsins.Bókun bæjarráðs:Gert er ráð fyrir að málið farið að nýju fyrir velferðar- og mannréttindaráð nk. þriðjudag þann 19. september og kemur svo að nýju til meðferðar í bæjarráði á síðari stigum.Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs frekari úrvinnslu málsins.Samþykkt 3:0

Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir athugasemdir bæjarráðs við fyrirliggjandi samningsdrög og felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að fylgja þeim athugasemdum eftir í áframhaldandi úrvinnslu samningsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00