Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

199. fundur 06. mars 2023 kl. 15:00 - 16:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Fjöldatölur í stuðningsþjónustu 18 frá 2020-2022

2303022

Laufey Jónsdóttir og Kristín Björg Jónsdóttir kynna stöðu stuðningsþjónustu fyrir 18 ára og eldri hjá Akraneskaupstað.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Laufeyju Jónsdóttur og Kristínu Björgu Jónsdóttur fyrir greinargóða kynningu.

2.Sérstakur húsnæðisstuðningur - endurskoðun 2023

2302059

Endurskoðun á hámarki reglna um sérstakan húsnæðisstuðning lagt fyrir velferðar- og mannréttindaráð til umfjöllunar, ásamt viðbótargögnum um fjárhagsleg áhrif.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um framlagt minnisblað starfsmanna, samanburð við önnur sveitarfélög og fjárhagslega þýðingu hækkunar fyrir fjárhagsáætlun 2023.

Á grundvelli framlagðra gagna leggur velferðar- og mannréttindaráð til við bæjarráð að hámark samanlagðra húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings verði 90.000 kr.

Málinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

3.Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð

2302013

Lagðar fram tillögur starfsmanna um fasta árlega hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar og áætluð áhrif hækkunar á fjárhagsáætlun 2023.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallar um framlagt minnisblað starfsmanna, samanburð við önnur sveitarfélög og þýðingu hækkunar á kvarða fyrir fjárhagsáætlun 2023.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði kr. 195.159, frá og með 1. mars og að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar taki breytingum til samræmis við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í janúar ár hvert, miðað við vísitölu í nóvember árið áður.

Vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

4.Þroskahjálp - stofnframlag

2101284

Svar Þroskahjálpar lagt fram varðandi fyrirspurn um aðkomu þeirra að uppbyggingu sex íbúðakjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi.
Í svari Þroskahjálpar, dags. 6. mars 2023, kemur fram að stjórn húsbyggingasjóðs muni ekki víkja frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið um að byggja ekki íbúðakjarna með fleiri en fimm íbúðum. Þroskahjálp mun því tilkynna HMS um að ekki verði sótt um stofnframlag vegna verkefnis á Akranesi við næstu úthlutun, en að áframhaldandi vilji sé til samstarfs um verkefni á næstu misserum eða árum.

Velferðar- og mannréttindaráð fagnar áframhaldandi vilja til samstarfs og þakkar skilning Þroskahjálpar gagnvart þeirri stöðu sem Akraneskaupstaður er í varðandi þá lóð sem nú hefur verið tekin frá fyrir íbúðakjarna.

Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að leita leiða til samstarfs um uppbyggingu kjarna með sex íbúðum.

Fundi slitið - kl. 16:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00