Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

194. fundur 21. desember 2022 kl. 08:00 - 10:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundurinn var sameiginlegur fundur með skóla og frístundaráði og eftirfarandi fullrúar þess ráðs sátu fundinn: Jónína Margrét Sigmundsdóttir, Einar Brandsson og Liv Ása Skarstad.

Fulltrúum bæjarráðs var boðið að sitja fundinn og eftirfarandi fulltrúar mættu: Líf Lárusdóttir og Ragnar B. Sæmundsson.

Fulltrúum skipulags- og umhverfissvið var boðið að sitja fundinn, Guðmundur Ingþór Guðjónsson sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Aðrir gestir fundarins voru: Dagný Hauksdóttir, Anney Ágústsdóttir, Heiðrún Janusardóttir, Sævar Freyr Þráinsson, Steinar Adolfsson, allt starfsmenn Akraneskaupstaðar.

1.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Skýrsla kynningar og samráðs um samfélagsmiðstöð.
Forgreining hönnunar. Niðurstöður kynningar og samráðsferils. Unnur Helga Kristjánsdóttir ráðgjafi Strategíu kynnir skýrsluna.
Unnur Helga Kristjánsdóttir ráðgjafi Strategíu og verkefnastjóri stýrihóps um samfélagsmiðstöð kynnti lokadrög af skýrslu stýrihópsins: Samfélagsmiðstöð Akraness. Forgreining hönnunar. Niðurstöður kynningar- og samráðsferils.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Unni Helgu Kristjánsdóttur fyrir góða kynningu og vísar málinu til umsagnar í notendaráði um málefni fatlaðs fólks á Akranesi.

2.Barnvænt sveitarfélag

2110012

Kynning á verkefninu barnvænt sveitarfélag. Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri kynnir verkefnið.
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags á Akranesi kynnir stöðuna á innleiðingu verkefnisins. Kynningin er um leið fræðsla til bæjarfulltrúa sem er nauðsynlegur hluti af innleiðingarferlinu.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Sólveigu góða kynningu.

3.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

2110054

Stöðukynning á innleiðingu farsældarlaga. Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri kynnir stöðuna á innleiðingunni.
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri samþættrar þjónustu í þágu farsældar barna á Akranesi kynnti stöðuna á innleiðingunni.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Sólveigu góða kynningu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00