Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

177. fundur 15. mars 2022 kl. 16:00 - 18:30 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Kristinn Hallur sat ekki fundin undir máli nr. 1.

1.Stofnframlag - samstarf um uppbyggingu íbúða

2203085

Brynja Leigufélag hefur mótað framtíðaráform sjóðsins um uppbyggingu á nýjum íbúðum til næstu fimm ára. Í ljósi þess hefur Brynja Leigufélaga send erindi til Akraneskaupstaðar um samstarf við uppbyggingu á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu á næstu árum og fyrsti áfanginn yrði að sækja um stofnframlag vegna 2-4 íbúða á árinu 2022 og á árinu 2023.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir stofnframlag fyrir fjórum íbúðum til Brynju Leigufélags vegna áranna 2022 og 2023. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu hjá bæjarráði.

2.Móttaka flóttafólks

2203074

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur sent erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leitar til sveitarfélaga um þátttöku í því brýna verkefni sem er framundan. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Óskað er eftir að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið.
Erindinu hefur verið svarað og lýst yfir vilja sveitarfélagsins til að taka þátt í móttöku flóttafólks. Því til staðfestingar er vísað til bókunar bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar frá 8. mars 2022 sem var eftirfarandi:
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og lýsir sig jafnframt reiðubúna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Bæjarstjórn tekur einróma undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar síðastliðnum, sem og yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga sem bæjarfulltrúar hafa stutt með undirritun sinni.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur undir bókun bæjarstjórnar um mikilvægi þess að taka þátt í því brýna verkefni að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu.

Ráðið leggur til við bæjarráð að starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs verði falið að undirbúa móttöku flóttafólksins. Sviðsstjórar V&M og S&F leggja fram aðgerðaráætlun fyrir ráð viðkomandi sviða og bæjarráð.


Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að þær þrjár eignir Akraneskaupstaðar sem stóð til að selja verði leigðar inn í verkefnið til tólf mánaða og sölu þeirra frestað. Auk þessara hafa einstaklingar gefið vilyrði í dag fyrir sjö íbúðum til leigu.

3.Fjöliðjan - Samkomulag um framleiðslu og pökkun á plast-steypuvörum Fjöliðjunnar

2203083

Fjöliðjan, vinnu-/hæfingarstaður hefur gert samkomulag um við Dagbjart Hilmarsson og Michel Albert Hinders (vörsluaðilar) að hinir síðarnefndu fái á samningstíma umsjón og ábyrgð plast-steypuvél Fjöliðjunnar. Vörsluaðilar viðhalda og keyra vélina ásamt því að framleiða plaststeypuvörur úr mótum Fjöliðjunnar, markaðssetja afurðirnar og selja. Samkomulag er um að Fjöliðjan annist pökkun og frágang framleiðslunnar, álímingu, ísetningu spenna og nagla o.fl. ásamt pökkun og frágangi i söluumbúðir.
Fyrirliggjandi eru drög að samning þess efnis.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi samning. Samstarfið mun tryggja Fjöliðjunni aukin verkefni.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00