Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

155. fundur 02. júní 2021 kl. 16:00 - 19:30 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Reglur Akraneskaupstaðar um notendasamninga

2105209

Drög að reglum um notendasamninga liggja fyrir.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður sat ekki fundinn undir þessu máli. Ívar Orri Kristjánsson varamaður sat fundinn undir þessu máli.

Drögum að reglum Akraneskaupstaðar um notendasamning vísað til umsagnar hjá Notendaráði.

2.Reglur Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

2105210

Drög að reglum Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks liggja fyrir.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður sat ekki fundinn undir þessu máli.
Ívar Orri Kristjánsson varamaður sat fundinn undir þessu máli.

Drögum að reglum Akraneskaupstaðar um notendasamning vísað til umsagnar hjá Notendaráði.

3.Klúbburinn Geysir - umsókn um styrk 2021

2105178

Erindi frá Klúbbnum Geysi sem býður upp á endurhæfingu fyrir einstaklinga sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að striða. Erindið snýr að umsókn um styrk.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við því.

4.Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður - kynning á þjónustu og starfsemi

2105211

Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður fyrir fatlað fólk, kynning á þjónustunni og starfseminni.
Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður og Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi sátu fundinn undir þessum máli.

Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Guðmundir Páli og Ástu Pálu fyrir góða kynningu á Fjöliðjunni vinnu- og hæfingarstað.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti.
Mál nr. 1 og 2: ÍOK, AÞÞ, EB, SK, HRÁ og SH.
Mál nr. 3 og 4: KHS,AÞÞ, EB, SK, HRÁ og SH.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00