Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

154. fundur 19. maí 2021 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
 • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Reglur Akraneskaupstaðar um stuðningsfjölskyldur

2105094

Drög að endurskoðuðum reglum um stuðningsfjölskyldur liggja fyrir.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður sat ekki fundinn undir þessu máli.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um stuðningsfjölskyldur til umsagnar hjá Notendaráði.

2.Reglur Akraneskaupstaðar um stuðnings- og stoðþjónustu

2105093

Drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu liggja fyrir.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður sat ekki fundinn undir þessu máli.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu til umsagnar hjá Öldungaráði og Notendaráði.

3.Reglur Akraneskaupstaðar um NPA

2104259

Drög að endurskoðuðum reglum Akraneskaupstaðar um NPA þjónustu liggja fyrir.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um NPA til umsagnar hjá Notendaráði.

4.Framtíðar fyrirkomulag þjónustu við aldraða

2104242

Framtíðar fyrirkomulag í þjónustu við aldraða á Akranesi.

Málið tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 29.4.2021.
Bæjarráð vísaði málinu til velferðar- og mannréttindaráðs og óskar eftir að sett verði af stað vinna í tengslum við mögulegt fyrirkomulag þjónustu við aldraða á Akranesi þar sem horft verði til tækifæra á lengri búsetu í eigin húsnæði, samspil heimahjúkrunar og heimaþjónustu og sveigjanlegri dagdvöl fyrir eldra fólk
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að vinna minnisblað um stöðu málaflokksins innan sveitarfélagsins. M.a.kanna hvort og hvernig önnur sveitarfélög eru að móta framtíðarstefnu í málaflokknum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00