Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

145. fundur 25. janúar 2021 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Fjöliðjan - úttekt á húsnæði

2011247

Sameiginlegur dagskrárliður skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.

Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar óskaði eftir ástandsskoðun á húsnæði Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað að Dalbraut 10. Verkís annaðist úttektina og liggja niðurstöður hennar fyrir ásamt niðurstöðum Náttúrufræðistofnunar Íslands á þeim sýnum sem voru tekin.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Indriða Níelssyni, verkfræðingi frá Verkís og Birni Marteinssyni, verkfræðingi góða kynningu. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að sá starfshópur sem hefur verið að störfum varðandi hugmyndir um stækkun fjöliðjunnar leggi fram endanlegar hugmyndir um innra skipulag hennar. Þær hugmyndir verði lagðar fyrir viðkomandi ráð til endanlegrar staðfestingar.
Að öðru leyti verði stuðst við rannsókn Verkís við lagfæringar, úrbætur og uppbyggingu á núverandi húsnæði fjöliðjunnar m.t.t. þess að nýta núverandi húsnæði við enduruppbyggingu hennar.

Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00