Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

144. fundur 20. janúar 2021 kl. 16:00 - 18:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Hrefna Rún Ákadóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Samvinna eftir skilnað - tilraunaverkefni

2011292

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að velferðar- og mannréttindasvið taki þátt í reynsluverkefninu, Samvinna eftir skilnað (SES-Ísland). Nú liggja fyrir drög að úrfærslu á verkefninu.
Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi fór yfir kynningu á verkefninu "Samvinna eftir skilnað (SES-Ísland)" sem velferðar- og mannréttindasvið er þátttakandi í.

Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu.

2.Starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs 2021

2101048

Drög að starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs 2021 liggja fyrir.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs 2021.

3.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - fjárhagsaðstoð viðbótarframlag vegna heimsfaraldurs (COVID)

2011248

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á haustmánuðum 2020 að veita Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 720 m.kr. viðbótarframlag sem rynni til sveitarfélaga þar sem útgjöld til fjárhagsaðstoðar hefðu aukist verulega í kjölfar heimsfaraldursins. Sveitarfélögum var gefinn kostur á að sækja um framlag til Jöfnunarsjóðs vegna þessa. Akraneskaupstaður fékk framlag að upphæð kr. 13.812.209.
Lagt fram til kynningar.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar þessu til kynningar til í bæjarráði.

4.Jöfnunarsjóður - viðbótarframlag vegna málefna fatlaðs fólks 2020

2101201

Samþykkt var að veita 670 m.kr. aukaframlag til sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2020. Áætlað er að framlög Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðs fólks verði um 670 m.kr. lægri en ráð var gert í upphafi árs. Ástæðurnar eru annars vegar lækkun útsvars ársins og hins vegar lægri framlög ríkissjóðs vegna verkefnisins. Aukaframlagið er ætlað að koma til móts við þessa lækkun.
Skipting aukaframlagsins á milli þjónustusvæði er í sama hlutfalli og almenn framlög vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2020. Akraneskaupstaður fékk úthlutað framlagi kr.19.460.000 eða 2.9% af hlutfalli framlaga Jöfnunarsjóðs.
Lagt fram til kynningar.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar þessu til kynningar til í bæjarráði.
Fundargerð samþykkt öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KHS, AÞÞ, EB, SH, SK og HÁ.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00