Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

140. fundur 18. nóvember 2020 kl. 16:00 - 19:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Vinna við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021.
Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu sat fundinn undir þessu lið.
Fjárhagsáætlun kynnt.

2.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins, var samþykkt 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.
Akraneskaupstaður hefur sett sér reglur í samræmi við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum. Lögð er fram einbreyting á orðalagi í fyrirliggjandi reglum.

Styrkveitingin verður kynnt sérstaklega á næstu dögum.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

Velferðar- og mannréttindaráð vill vekja athygi á að búið er að opna fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum en sótt er um á Ísland.is (https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs)

3.Fjöliðjan - húsnæðismál / Smiðjuvellir 9

2011049

Fyrirliggjandi eru drög að áframhaldandi samning Akraneskaupstaðar við Fasteignafélagið Smiðjuvellir 9 húsnæðis fyrir Fjöliðjuna vinnu- og hæfingarstað.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að áframhaldandi leigusamning við Fasteignafélagið Smiðjuvellir 9, húsnæði fyrir Fjöliðjuna vinnu- og hæfingarstöð.

4.Blóðskilun

2011050

Borist hefur svar frá heilbrigðisráðuneytinu vegna erindis bæjarstjórnar Akraness til heilbrigðisráðherra dagsett þann 26. mars 2020 þar sem óskað var eftir því að heilbrigðisyfirvöld hefji blóðskilunarmeðferð við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.
Svar ráðuneytisins er eftirfarandi:
Helstu rökin sem þar eru lögð fram tengjast annars vegar ójafnræði íbúa Akraness og höfuðborgarbúa er varðar ferðakostnaðar og ferðafylgd ættingja. Hins vegar er tilgreint ójafnræði íbúa Akraness samanborið við íbúa Árborgar, en boðið er upp á blóðskilunarmeðferð við HSU á Selfossi.
Ráðuneytið hefur skoðað málið og m.a. fengið álit Landspítala sem hefur yfirumsjón og yfirsýn með allri blóðskilunarmeðferð sem veitt er á landsvísu.
Í dag eru blóðskilunareiningar utan Reykjavíkur á Neskaupsstað, á Selfossi, á Akureyri og á Ísafirði. Ástæða þess að skilunareiningar eru á þessum stöðum eru fyrst og fremst ferðalengd sjúklings og erfið færð um fjallvegi yfir vetrartímann. Í nágrannalöndum er einungis mælt með því að setja á fót blóðskilunareiningu utan aðalmeðferðarstofnunar þegar ferðatími er svo langur og íþyngjandi fyrir sjúklinginn að hann vegur þyngra en ávinningur af staðbundinni meðferð með þeirri umgjörð sem nauðsynleg er að sé til staðar. Þegar horft er til samanburðar Akraness og Selfoss munar mestu að milli Reykjavíkur og Selfoss er um fjallveg að fara sem hefur sögu um nokkuð tíðar lokanir vegna veðurs að vetri. Lokanir sem almennt eru oftar og vara lengur en þær lokanir sem helst eru á leiðinni milli Akraness og höfuðborgarsvæðis. Það er mat ráðuneytisins í ljósi vegalenda og ástand vega sem hér um ræðir að ekki sé tilefni til að setja á fót blóðskilunareiningu við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.
Sjúkratryggingar Íslands greiða ¾ ferðakostnaðar vegna blóðskilunar, nýti sjúklingur leigubíl, en 2/3 hluta kostnaðar, noti sjúklingur eigin bifreið eða nýti áætlunarferðir. Það er því ljóst að kostnaður sjúklinga sem búa fjarri blóðskilunarstöð getur verið töluverður til lengri tíma litið.
Með nýrri tækni og framförum í hinum ýmsu meðferðum langveikra sjúklinga er nauðsynlegt að fara yfir stöðu mála og hvaða þjónustu skuli veita á hverjum stað. Það er holl og góð umræða og því þakkar ráðuneytið bæjarstjórninni erindið og þær ábendingar sem þar koma fram.
F.h. heilbrigðisráðherra.
Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu sat fundinn undir þessu lið.
Velferðar- og mannréttindaráð harmar niðurstöðu ráðuneytisins og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra.

5.Reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða

2011027

Drög að endurskoðun á reglum um akstursþjónustu fyrir aldraða liggja fyrir.
Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónstu sat fundinn undir þessum lið.
Laufey kynnti fyrirliggjandi drög að endurskoðun á reglum um akstursþjónstu. Velferðar- og mannréttindaráð felur starfsmönnum að vinna málið áfram.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00