Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

138. fundur 04. nóvember 2020 kl. 16:00 - 19:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Fundur haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir- frístundaþjónusta

1908252

Sameiginlegt mál skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.
Mat á stöðunni hjá Akraneskaupstað og hvernig er hægt að fullnægja kröfum sem koma fram í lögunum.
Bára Daðadóttir formaður skóla- og frístundaráðs, Sandra M. Sigurjónsdóttir varaformaður skóla- og frístundaráðs,Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður skóla- og frístundaráðs, Valgerður Janusardóttir sviðsstjóri skóla- og frístundsviðs og Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs komu inn á fundinn undir þessum lið.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar góða kynningu og óskar eftir því að starfshópur vinni málið áfram í samræmi við umræðu.

2.Viðbragðsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs við heimsútbreiðslu inflúensu

2003068

Viðbragðsáætlun á velferðar- og mannréttindasviði vegna COVID-19. Stöðumat og upplýsingar.
Til kynningar.

3.Kynning á barnavernd vegna ársins 2020

2011001

Stöðumat í barnavernd á árinu 2020.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir yfir áhyggjum af þróun barnaverndarmála. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að ráðinn verði starfsmaður í fullt starf í barnavernd og jafnframt verði skoðað alverlega að hefja verkefni um snemmtæka íhlutun í barnavernd.

4.Fjárhagsaðstoð stöðumat 2020

2006001

Stöðumat vegna fjárhagsaðstoðar á árinu 2020.
Hrefna Ákadóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. KS, AÞÞ, EB, SK og SH.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00