Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

123. fundur 18. mars 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
 • Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri heimaþjónustu
Starfsmenn
 • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Hrefna Rún Ákadóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Viðbragðsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs við heimsútbreiðslu inflúensu

2003068

Kynnt verður viðbragðsáætlun Velferðar- og mannréttindasviðs við heimsútbreiðslu inflúensu.
Farið yfir stöðuna á velferðar- og mannréttindasviði vegna Covid-19.

Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar-og mannréttindasviðs, Sveinborg Kristjánsdóttir starfandi sviðsstjóri, Gunnhildur Vala Valsdóttir forstöðumaður búsetuþjónustu Holtsflatar, Hjördís Garðarsdóttir verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað og Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir forstöðumaður endurhæfingahússins Hvers komu inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað. Forstöðumenn og starfsmenn kynntu stöðuna á starfstöðum.

Velferðar- og mannréttindaráð þakkar starfsmönnun fyrir góða yfirferð.

2.Kostnaðaraukning vegna COVID-19

2003162

Óskað er eftir heimild til viðbótarráðninga og aukinna fjárheimilda vegna kostnaðarauka við veitta þjónustu.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir viðbótarráðningar og kostnaðaraukningu við veitta þjónustu og vísar því til staðfestingar í bæjarráði.
Í ljósi aðstæðna er ekki hægt að meta aukinn kostnað.

3.Umsókn í framkvæmdasjóð aldraðra 2020

1909277

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsti eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir árið 2020 með umsóknarfresti til 24. febrúar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Akraneskaupstaður lagði inn umsókn í sjóðinn vegna byggingar á þjónustumiðstöðvar á Dalbraut 4, 300 Akranesi.
Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00