Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

120. fundur 05. febrúar 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Sveinborg Krisjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sat fundinn.

1.Holtsflöt 9 - uppsögn á leigusamningum

1802398

Varðar uppsögn á leigusamningum í búsetu fatlaðra á Holtsflöt 9. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kynnir þá vinnu og þær leiðir sem eru mögulegar í stöðunni.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kynnti hugmyndir að búsetuúrræðum fyrir fatlaða á Akranesi.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar bæjarstjóra fyrir greinargóða kynningu og felur honum að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og vísa niðurstöðunni áfram til bæjarráðs.

2.Húsnæðisáætlun 2017-2021

1706056

Kynnt verða drög að Húsnæðisáætlun fyrir Akraneskaupstað.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kynnti drög að húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar bæjarstjóra greinargóða kynningu.

3.Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks

2001277

Kynning á fyrirhugaðri stefnumótunarvinnu í málefnum fatlaðs fólks í samræmi við starfsáætlun Velferðar- og mannréttindasviðs. Vinnan verður jafnfram nýtt við endurskoðun á Velferðarstefnu sviðsins.
Málið kynnt.

4.Jafnréttisþing

2002012

Jafnréttismál heyra undir Velferðar- og mannréttindasið. Jafnréttisþingið 2020 verður haldið 20. febrúar nk.
Málið kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00