Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

119. fundur 22. janúar 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
 • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Sveinborg Krisjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Kynning á barnavernd vegna ársins 2019

2001097

Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi í barnavernd kynnir tölur og stöðuna í barnavernd vegna ársins 2019 og verður með samburð við síðustu ár.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Ingibjörgu Gunnarsdóttur yfirfélagsráðgjafa fyrir greinargóða kynningu á stöðu barnaverndar.

2.Tillögur að leiguverði í félagslegu leiguhúsnæði Akraneskaupstaðar

1910190

Á fundi ráðsins þann 30. október 2019 kom Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri Akraneskaupstaðar inn og kynnti tillögur á leiguverði fyrir félagslegar leiguíbúðir Akraneskaupstaðar. Nú liggur fyrir frekari greining til kynningar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Þorgeiri Hafsteini Jónssyni fjármálastjóra fyrir ýtarlega greinargerð og kynningu á henni.

Velferðar- og mannréttindaráð mælir með að fjármálastjóri kynni greinagerðina fyrir bæjarstjórn.

3.Erindisbréf og reglur - endurskoðun

1610064

Samkvæmt 28. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, staðfestir bæjarstjórn erindisbréf fyrir ráð, stjórnir og nefndir. Fyrir liggja erindisbréf Velferðar- og mannréttindaráðs, Velferðar- og mannréttindasviðs og sviðsstjóra Velferðar- og mannréttindasviðs.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

4.Reglur um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar

2001177

Reglur Akraneskaupstaðar um fjárhagsaðstoð. Lagt er til að grunnkvarði fjárhagsaðstoðar hækki um 2,5% frá 1. janúar 2020 í samræmi við aðrar gjaldskrárhækkanir hjá Akraneskaupstað.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar verði hækkuð um 2,5% frá og með 1. janúar 2020 í samræmi við aðrar gjaldskrárhækkanir Akraneskaupstaðar. Málinu er vísað til staðfestingar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00