Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

111. fundur 30. september 2019 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristinn Hallur Sveinsson formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Hrefna Rún Ákadóttir félagsráðgjafi
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Erindisbréf og reglur - endurskoðun

1610064

Lögð eru til kynningar erindisbréf Velferðar- og mannréttindasviðs, sviðsstjóra Velferðar- og mannréttindasviðs og Velferðar- og mannréttindaráðs.
Erindisbréfin kynnt. Velferðar- og mannréttindaráð frestar afgreiðslu málsins.

2.Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal

1909194

Fyrir liggur beiðni um styrk frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra varðandi sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna frá Akranesi í sumarbúðunum í Reykjadal.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir styrkbeiðnina frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra vegna sumardvalar fatlaðra barna og ungmenna frá Akranesi.
Kristinn Hallur Sveinsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.

3.Innleiðing á hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn

1909141

Velferðar- og mannréttindasvið innleiðir hugmyndafræðina um þjónandi leiðsögn inn í alla sína starfsemi og stofnanir. Í maí var haldið grunnnámskeið fyrir alla starfmenn sviðsins og í september er haldið tveggja daga svokallað Mentor námskeið fyrir leiðtoga á hverjum vinnustað. Námskeiðshaldari var Arne Friðrik Karlsson. Þjónandi leiðsögn byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Mannleg gildi, vinátta, umhyggja, tengsl og hvatning eru grundvallaratriði í öllum samskiptum. Lögð er áhersla á að nálgast einstaklinginn með alúð, vináttu og umhyggju og hvetja hann til að setja sér markmið og veita aðstoð við að ná þeim.
Hugmyndafræðin um Þjónandi leiðsögn kynnt og innleiðing hennar inn í alla starfsemi Velferðar- og mannréttindasviðs.

4.Fjárhagsáætlun 2019 - staða velferðar- og mannréttindasviðs

1909273

Skýrsla starfandi sviðsstjóra um stöðu á fjárhagsáætlunarvinnu velferðar- og mannréttindaráðs.
Fjárhagsstaða eftir fyrstu átta mánuði ársins 2019 kynnt.

5.Námskeið fyrir félagsmálanefndir sveitarfélaga og starfsfólk félagsþjónustu

1909258

Kynning á námskeiði fyrir félagsmálanefndir sveitarfélaga og starfsfólk félagsþjónustu.
Námskeið fyrir félagsmálanefndir sveitarfélaga og starfsfólk félagsþjónustu kynnt. Ráðsmenn og starfsfólk ráðsins hyggst sækja námskeiðið.

6.Trúnaðarmál

1206016

Trúnaðarmál
Trúnaðarmál.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00