Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

88. fundur 09. október 2018 kl. 16:15 - 17:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
  • Elsa Lára Arnardóttir varaformaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Þroskahjálp Húsbyggingasjóður - samningur um uppbyggingu

1809206

Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir, á 87. fundi sínum þann 3. október 2018, fyrstu drög að samkomulagi við Landssamtökin Þroskahjálp vegna úthlutunar á lóð að Beykiskógum 7, Akranesi. Samkomulagið felur í sér að Húsbyggingasjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar (Húsbyggingasjóður) mun sækja um og Akraneskaupstaður úthluta sjóðnum lóð að Beykiskógum 7 í því skyni að reisa þar leiguíbúðir ætlaðar fötluðu fólki, ásamt viðbótarrými vegna fötlunar íbúa. Landsamtökin Þroskahjálp hafa farið yfir ábendingar frá velferðar- og mannréttindaráði.
Þar sem fundur var boðaður með styttri fyrirvara en getið er um í bæjarmálasamþykkt bar formaður það upp hvort fundarmenn gerðu athugasemd um lögmæti fundarins. Enginn athugasemd var gerð og telst því fundurinn löglega boðaður.

Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir ábendingar Þroskahjálpar um orðalag í drögum að samningi. Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir samninginn og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00