Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

85. fundur 05. september 2018 kl. 14:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir formaður
  • Elsa Lára Arnardóttir varaformaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Þroskahjálp húsbyggingasjóður samstarf

1802401

Bæjarráð samþykkti tillögu velferðar- og mannréttindaráðs um heimild fyrir frekari viðræðum við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar með það markmið í huga að veita stofnframlag til félagsins vegna kaupa eða byggingu íbúða fyrir fatlaða á Akranesi. Fulltrúar Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar mættu á 84. fund velferðar- og mannréttindaráðs þann 22. ágúst 2018 og kynnt áherslur samtakanna og Húsbyggingasjóðsins. Fulltrúarnir hvöttu ráðsmenn til að skoða þær byggingar sem eru í eigu Húsbyggingasjóðs og einnig þá eign sem er í byggingu.
Fundur velferðar- og mannréttindaráðs var kynnisferð fulltrúa ráðsins í Sandgerðisbæ. Fulltrúar í velferðar- og mannréttindaráði ásamt Svölu Hreinsdóttur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs, Sveinborgu Kristjánsdóttur félagsmálastjóra, Berglindi Jóhannesdóttur ráðgjafaþroskaþjálfa og Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra skoðuðu á fundartíma ráðsins byggingu Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar sem er að rísa í Sandgerði.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að gerður verði samstarfssamningur við Húsbyggingasjóð Þroskahjálpar um uppbyggingu á leiguhúsnæði fyrir fatlað fólk á Akranesi samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlög). Gert verði ráð fyrir að áfangaskipta verkefninu. Fyrri áfanginn felst í byggingu á fimm íbúða íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum að Beykiskógum 17. Síðari áfanginn felst í byggingu á fimm íbúða íbúðarhúsnæði á einni hæð og er lagt til að skipulags- og umhverfisráð geri tillögu um hentuga lóð til uppbyggingar.
Gert verði ráð fyrir fjárframlagi Akraneskaupstaðar í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar í fjárhagsáætlun ársins 2019 og þriggja ára áætlun 2020 til 2022.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00