Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

81. fundur 16. maí 2018 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál.

1805088

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Trúnaðarmál.

1504053

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Trúnaðarmál.

1804202

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Trúnaðarmál.

1805085

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Trúnaðarmál.

1805086

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

6.Trúnaðarmál.

1804227

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

7.Trúnaðarmál.

1801115

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

8.Trúnaðarmál.

1805106

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

9.Lög um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir

1805047

Nýlega samþykkti Alþingi heildarlög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Lagabreytingarnar fela m.a. í sér lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA). Lögin um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir gilda um fatlaða einstaklinga sem þurfa þjónustu í meira en 15 klukkustundir á viku. Lögin hafa ýmsar breytingar í för með sér en lögin taka gildi 1. október 2018. Með gildistöku nýs lagaramma nú í haust fylgja reglugerðir sem ætlað er að mæla nánar fyrir um framkvæmdina auk leiðbeinandi reglur ráðuneytisins. Velferðar- og mannréttindasvið mun á næstu misserum skoða með hvaða hætti lögin hafa á reglur og starfshætti innan sviðsins og reglugerðir og leiðbeinandi reglur verða hafðar til hliðsjónar í þeirri vinnu.
Lagt fram til kynningar.

10.Lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál).

1805048

Nýlega samþykkti Alþingi lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Með breytingu á lögum félagsþjónustu sveitarfélaga eru gerðar ýmsar breytingar sem munu hafa áhrif á þjónustu sveitarfélaga. Lögin taka gildi 1. október 2018 en með gildistöku nýs lagaramma nú í haust fylgja reglugerðir sem ætlað er að mæla nánar fyrir um framkvæmdina auk leiðbeinandi reglur ráðuneytisins. Velferðar- og mannréttindasvið mun á næstu misserum skoða með hvaða hætti lögin hafa á reglur og starfshætti innan sviðsins og reglugerðir og leiðbeinandi reglur verða hafðar til hliðsjónar í þeirri vinnu.
Lagt fram til kynningar.

11.Starfsréttindi og ráðningar í þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði

1805107

Í lögum um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál) og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er kveðið á um að sveitarfélög skuli hafa á að skipa fagmönnum til að starfa að verkefnum sem falla undir framandgreind lög. Sveitarfélagið hefur ekki markað sér stefnu um fjölda fagmenntaðra starfsmanna á velferðar- og mannréttindasviði út frá ákvæðum laganna.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur áherslu á að gæði þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði verði sem mest og efld enn frekar. Með hliðsjón að þeirri lögfestingu sem er um menntun og hlutfall fagmenntaðra starfsmanna við kennslu, umönnun og uppeldi barna og ungmenna í leik-, grunn- og framhaldsskólum leggur velferðar- og mannréttinda ráð til að slík viðmið verði tekin upp í þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að forstöðumenn og yfirmenn í stuðningsþjónustu og stoðþjónustu fái heimild til að ráð inn fagaðila í þau lausu störf sem skapast á sviðinu þannig að fagmenntun starfsmanna innan hverrar starfsstöðvar verði að lágmarki 40%. Lagt er til að þessu markmiði verði náð innan þriggja ára og fyrsti áfangi þess verði á þessu ári. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00