Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

68. fundur 24. október 2017 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi

1708094

Íbúaþing um farsæl efri ár var haldið á Akranesi 27. september sl. Íbúaþingið var haldið í tengslum við starfshóp sem bæjarráð skipaði í lok árs 2016 til að fjalla um samráð og stefnumótun aldraðra. Niðurstöður íbúaþingsins liggja nú fyrir en starfshópurinn mun nýta þær til áframhaldandi vinnu sinni við stefnumótun í málaflokknum.
Skýrsla með niðurstöðum íbúaþings um farsæl efri ár á Akranesi lögð fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2018 (og vegna tímabilsins 2019 - 2022)

1708093

Tíma- og verkáætlun liggur fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Forstöðumenn velferðar- og mannréttindasviðs hafa farið yfir fyrstu drög vinnubóka og forsendur við gerð fjárhagsáætlunar.
Farið var yfir greinargerð sviðsstjóra með samantekt á forsendum fyrir fjárhagsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs fyrir árið 2018.

3.Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili fjölgun dagdvalarrýma

1710157

Afrit af bréfi Kjartans Kjartanssonar framkvæmdastjóra Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis til heilbrigðisráðherra um beiðni um fjölgun dagdvalarrýma og heimild til að breyta 10 almennum dagdvalarrýmum í dagdvalarrými fyrir heilabilaða. Í bréfi Kjartans kemur fram að biðlisti er eftir dagdvalarþjónustu á Höfða, heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) er að fyllast og stendur frammi fyrir því að geta ekki veitt nægjanlega þjónustu til þeirra sem þess þurfa og heimaþjónusta Akraneskaupstaðar stendur frammi fyrir því að þurfa að forgangsraða innliti og persónulegum stuðningi á kostnað þrifa sem er oftast fyrsta tenging fólks við þjónustuna.
Jafnframt kemur fram að enginn varanleg dagdvalarrými eru fyrir heilabilaða í heilbrigðisumdæmi Vesturlands ólíkt flestum öðrum heilbrigðisumdæmum landsins.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur undir mikilvægi þess að fjölga dagdvalarýmum og breyta almennum dagdvalarrýmum í dagdvalarrými fyrir heilabilaða. Ráðið telur nauðsynlegt að orðið verði við beiðni Höfða sem fyrst til að koma til móts við þann biðlista sem hefur myndast eftir dagdvalarrýmum, eftir hvíldarinnlögnum og álagi í heimahjúkrun.

4.Hvalfjarðarsveit samstarf um þjónustu barnaverndar

1710156

Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar hefur fyrir hönd sveitarfélgsins leitað eftir samstarfi við velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar um þjónustu barnaverndar.
Félagsmálastjóri sagði frá reynslu af samstarfi Akraneskaupstaðar við Hvalfjarðarsveit um þjónustu barnaverndar sem var fyrir nokkrum árum síðan. Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra og félagsmálastjóra að kanna hvað getur falist í slíku samstarfi. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu einnig til bæjarráðs til kynningar og staðfestingar á að hefja viðræðu við Hvalfjarðarsveita um grundvöll til samstarfs í þjónustu barnaverndar.

5.Húsnæðisáætlun 2017-2021

1706056

Vinna við gerð húsnæðisáætlana fyrir Akraneskaupstað er hafin.
Vinnufyrirkomulag kynnt og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra í samvinnu við sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasvið að kanna samstarf við Hvalfjarðarsveit um gerða húsnæðisáætlunar. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu einnig til bæjarráðs til kynningar og staðfestingar á að hefja viðræðu við Hvalfjarðarsveita um samstarf við gerð húsnæðisáætlunar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00