Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

65. fundur 06. september 2017 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál.

1708121

Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Fjöliðjan - hádegisverður flutningur

1709008

Frá febrúar 2012 hefur verið boðið upp á hádegisverð fyrir starfsmenn í Fjöliðjunni. Samkomulag var gert við leikskólann Akrasel sem sér um að matreiða og Höfða sem annast ferðaþjónusta fatlaðra sem sér um flutning á matnum frá leikskólanum í Fjöliðjuna.
Fjölgun hefur orðið á farþegum í ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra og hafa fulltrúar þjónustuaðila ferðaþjónustunnar óskað eftir því að önnur leið verði fundin til að flytja matinn á milli leikskólans Akrasels og Fjöliðjunnar. Stjórnendur Fjöliðjunnar og sviðsstjóri vinna í því að leita annarra leiða til að flytja matinn á milli staða.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfsáætlun Þorpsins 2016-2017

1608134

Í ágúst 2016 kynntu, Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála, Svala Hreinsdóttir, þáverandi sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Arnheiður Andrésdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi velferðar- og mannréttindasviðs, hugmyndir starfsmanna Þorpsins um breytingar á fyrirkomulagi félagslegrar liðveislu og aukna samþættingu við frístundastarfi. Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti að starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs myndu vinna í sameiningu áfram með hugmyndir um breytingar á fyrirkomulagi þjónustunnar.
Samstarfsverkefnið hefur nú farið formlega af stað. Tilraun verður gerð á samstarfi sviðanna með því að breyta fyrirkomulagi á félagslegri liðveislu með aukinni samþættingu við frístundastarfið í Þorpinu. Unnið verður með nokkur börn og ungmenni í samvinnu við foreldra. Mat verður lagt á samstarfið í lok ársins. Einnig mun starfsmenn Þorpsins veita starfsmönnum í félagslegri liðveislu ráðgjöf og fræðslu.
Lagt fram til kynningar.

4.Heimsendur matur - beiðni um endurskoðun samnings 2017

1708014

Samningur er á milli Akraneskaupstaðar og Ara Grétars Björnssonar um akstur á heimsendum mat til eldri borgara og öryrkja á Akranesi. Samningsupphæðin miðaðist við að fjöldi heimsendinga sé að jafnaði 25 - 35 á dag. Samningsupphæðin er kr. 208.000 mánaðarlega auk virðisaukaskatt (25,5%). Samkomulagið var undirritað í desember 2013 og er uppsegjanlegt með sex mánaða fyrirvara að beggja hálfu. Ari Grétar hefur óskað eftir að samningsupphæð verði endurskoðuð með tilliti til hækkunar. Fjöldi heimsendiga á mat í dag er að jafnaði 10-15 matarbakkar.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að ræða við samningsaðila um samstarfið.

5.Sumar- og helgardvöl barna og ungmenna

1709003

Umsókn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, sem reka sumardvöl fyrir fatlaða í Reykjadag, um styrk til rekstur sumardvalarinnar. Miðað er við að sveitarfélagið taki þátt í kostnaði til jafns við einstaklinga frá viðkomandi svæði.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00