Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Samráðshópur eldriborgara Akraneskaupstaðar
1612020
Unnið er að undirbúningi við stofnun samráðshóps eldriborgara á Akranesi.
2.Húsfélagaþjónustan, drög að nýju samkomulagi 2016-2017
1611101
Í lok nóvember rann út samningur við Húsfélagaþjónustuna. Þetta er samningur nr.3 en fyrri samningur var gerður frá september til desember 2014 en var síðan framlengdur til janúarloka 2015.
Gagnkvæm ánægja er með samninginn og efndir hans að beggja hálfu. Nú liggur fyrir tillaga að endurnýjun á samning.
Gagnkvæm ánægja er með samninginn og efndir hans að beggja hálfu. Nú liggur fyrir tillaga að endurnýjun á samning.
Laufey kynnti tilboð um áframhaldandi samning við Húsfélagaþjónustuna. Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að koma á framfæri gagntilboði.
3.Reglur um félagslega heimaþjónustu - endurskoðun
1602187
Á fundi Velferðar og mannréttindaráðs þann 7. september 2016 voru drög að breytingum á reglum um félagslega heimaþjónustu á vegum Akraneskaupstaðar lagðar fram. Ábendingar komu fram um nokkrar greinar. Búið er að fjalla um ábendingarnar á teymisfundi í félagslegri heimaþjónustu og endurskoðuð drög því tilbúin til umfjöllunar á ný.
Laufey kynnti drög að breytingum á reglum um félagslega heimaþjónustu á vegum Akraneskaupstaðar. Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillögur að breytingum á reglum um félagslega heimaþjónustu á vegum Akraneskaupstaðar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
4.Ferðaþjónusta fyrir fatlaða og aldraða 2016.
1612018
Fjölgun hefur orðið á umsóknum í ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra á Akranesi.
Laufey vék af fundi kl. 17:30.
Laufey vék af fundi kl. 17:30.
Lagðar fram upplýsingar um stöðu mála í ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra.
5.Starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs 2017
1609192
Drög að starfsáætlun velferðar- og mannréttindasviðs 2017 liggja fyrir.
Drög að starfsáætlun lögð fram til kynningar.
6.Rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi (2016).
1608135
Skóla- og frístundaráð lagði til á fundi sínum 6. desember 2016 að Þorpið frístundamiðstöð sjái um framkvæmd sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6 - 10 ára börn á Akranesi sumarið 2017. Skóla- og frístundaráð beinir jafnframt þeim tilmælum til verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnamála og sviðsstjóra Velferðarsviðs að vera í samstarfi vegna barna og ungmenna, en Velferðarsvið hefur veitt stuðning í frístundastarfi fatlaðra barna og ungmenna með liðveislu.
Lagt fram til kynningar.
7.Trúnaðarmál.
1608169
Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
8.Trúnaðarmál.
1511213
Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Jóhannes Finnur kynnti hugmynd að stofnun samráðshóps 3ju kynslóðar á Akranesi.