Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

42. fundur 06. júlí 2016 kl. 10:00 - 12:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Endurnýjun bifreiðar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra

1601443

Lögð fram drög að kröfulýsingu vegna útboðs á þjónustubifreið fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á Akranesi.
Velferðar- og mannréttindaráð bendir á að mörk fyrir meirapróf eru 8 farþegar. Krafa um 9 farþega takmarkar því notkunarmöguleika hans. Ráðið mælir því með að miðað verði við 8 farþega.

2.Stefnumótun Velferðar- og mannréttindasviðs

1503106

Lögð fram drög að stefnu um þjónustu Akraneskaupstaðar við fatlað fólk til umræðu. Um er að ræða ófullgert vinnuskjal sem ekki er til dreifingar.
Lagt fram til kynningar.

3.Verklag við uppsögn og riftun húsaleigusamninga

1605069

Lögð fram drög að verklagsreglum varðandi meðferð húsaleiguskulda og riftun húsaleigusamninga vegna vanefnda leigjenda.
Farið yfir drög að verklagsreglum. Vísað til bæjarráðs til samþykktar.

4.Starfslok sviðsstjóra

1606099

Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Umræður um stöðu sviðsstjóra. Bæjarstjóri mætti á fund ráðsins undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00