Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

41. fundur 22. júní 2016 kl. 13:00 - 14:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Rai home care matstæki

1410075

Laufey Jónsdóttir kynnti RAI home care matstækið og nýtingarmöguleika þess í heimaþjónustu. Lagt fram minnisblað hennar um breytur fyrir öflun frekari upplýsinga um þjónustuþörf.
Ráðið þakkar Laufeyju kynninguna.

2.Trúnaðarmál

1606028

3.Mannréttindastefna - samráðshópar

1410137

Lögð fram tillaga að auglýsingu eftir tilnefningum og framboðum til setu í samráðshópum í málefnum innflytjenda og fatlaðs fólks.
Ákveðið að miða við að auglýsingar verði birtar í ágúst með tilnefningarfresti til 1. september. Auglýsing vegna samráðshóps í málefnum íbúa af erlendum uppruna verða þýdd á ensku og pólsku.

4.Starfslok sviðsstjóra

1606099

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri Velferðar- og mannréttindasviðs hefur sagt starfi sínu lausu. Hann hefur ráðið sig til starfa fyrir Akureyrarkaupstað og mun láta af störfum í september.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Jóni Hróa gott samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundi slitið - kl. 14:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00