Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

32. fundur 03. febrúar 2016 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Mannréttindastefna - samráðshópar

1410137

Framhald umræðu frá 31. fundi um skipan samráðshópa í málefnum aldraðra, fatlaðra og íbúa af erlendum upprunna.
Lagðar fram upplýsingar um samráð í öðrum sveitarfélögum sbr. bókun ráðsins frá 31. fundi.
Anna Lára Steindal, fyrrum verkefnisstjóri hjá Akraneskaupstað og Svala Hreinsdóttir, deildarstjóri skólaþróunar og sérfræðiþjónustu mættu á fund ráðsins.
Svala Hreinsdóttir sagði frá áformum um ungmennaráð. Rætt var um sambærileg ráð í öðrum sveitarfélögum m.a. Seltjarnarnesi og í Garðabæ.
Sveinborg fór yfir þær upplýsingar sem hún hefur aflað um notendasamráð frá öðrum sveitarfélögum.
Anna Lára sagði frá hugmyndum sem ræddar voru í sambandi við gerð mannréttindastefnu. Rætt var um að auglýsa eftir þátttakendum í innflytjendaráð á helstu erlendu tungumálum og velja úr umsóknum. Í mannréttindastefnunni er miðað við að um sé að ræða eins konar innflytjendaráð.
Sviðsstjóra falið að gera tilllögu að reglum um skipun og hlutverk notendaráða.

2.Stuðningur við fötluð börn á skertum skóladögum og starfsdögum

1510112

Áður á dagskrá 25. fundar Velferðar- og mannréttindaráðs þann 21. október 2015.
Lagðar fram niðurstöður athugunar á þjónustu annarra sveitarfélaga.
Sviðsstjóra falið að gera könnun meðal aðstandenda á þörf fyrir þjónustuna.

3.Trúnaðarmál.

1601442

Sjá trúnaðarbókun Velferðar- og mannréttindaráðs.

4.Trúnaðarmál.

1501236

Sjá trúnaðarbókun Velferðar- og mannréttindaráðs.

5.Ósk um endurnýjun bifreiðar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra

1601443

Í bréfi frá 28. janúar 2016, óskar Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Höfða eftir aðkomu Akraneskaupstaðar að endurnýjun bifreiðar fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á Akranesi skv. ákvæðum samstarfssamnings sveitarfélagsins og Höfða um rekstur þjónustunnar. Kostnaður við endurnýjun er áætlaður á bilinu 11-15 m.kr.
Velferðar- og mannréttindaráð lýsir sig meðmælt því að bifreiðin verði endurnýjuð og vísar erindinu til ákvörðunar bæjarráðs.

6.Starf búsetuþjónustu - forstöðumaður

1511210

Sviðsstjóri upplýsir um ráðningu forstöðumanns í búsetuþjónustu. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, iðjuþjálfi hefur verið ráðin forstöðumaður búsetuþjónustunnar að Holtsflöt 9.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00