Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

30. fundur 13. janúar 2016 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu 2016

1512115

Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá og tekjumörkum félagslegrar heimaþjónustu fyrir árið 2016 sbr. samþykkt velferðar- og mannréttindaráðs á 8. fundi þess þann 18. febrúar 2015. Helstu breytingar eru hækkun gjalda um 3,2% sbr. ákvörðun bæjarstjórnar um almennar gjaldskrárhækkanir, hækkun tekjumarka um 9,7% til samræmis við hækkun framfærsluviðmiða Tryggingastofnunar, fækkun gjaldflokka fyrir heimaþjónustu úr þremur í tvo, þannig að lægsti gjaldflokkur fellur út og nýtt ákvæði um gjald fyrir heimsendingu matar.
Laufey Jónsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu fyrir árið 2016 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.

2.Trúnaðarmál

1511301

3.Trúnaðarmál

1505095

4.Endurnýjun samnings um þjónustusvæði Vesturlands í málefnum fatlaðra

1512172

í bréfi frá 11. desember 2015, óskar Páll Brynjarsson, fyrir hönd Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), eftir aftstöðu Akraneskaupstaðar til endurnýjunar samstarfssamnings um þjónustusvæði Vesturlands í málefnum fatlaðra.
Velferðar- og mannréttindaráð hefur hafið undirbúning umóknar um undanþágu frá viðmiðum um lágmarksíbúafjölda þjónustusvæðis í málefnum fatlaðra. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að samningurinn um þjónustusvæði verði framlengdur óbreyttur þar til niðurstaða ráðherra er fengin varðandi undanþágu með möguleika á slitum samningsins fáist jákvæð niðurstaða.

5.Trúnaðarmál

1512143

6.Starf búsetuþjónustu - forstöðumaður

1511210

Sviðsstjóri upplýsti um stöðu mála varðandi ráðningu í starf forstöðumanns búsetuþjónustu og starfslok fráfarandi forstöðumanns.

7.Yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga - endurmat

1512141

Umræður um efni umræðu- og upplýsingafundar um endurmat á yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.
Velferðar- og mannréttindaráð fagnar því að náðst hafi samkomulag um fjármögnun verkefna í málefnum fatlaðs fólks.

8.Biðlisti eftir búsetu fatlaðra 2015

1508155

Lögð fram drög að minnisblað sviðsstjóra um umsóknir um búsetuúrræði fyrir fatlaða á vegum Akraneskaupstaðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00