Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

29. fundur 02. desember 2015 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Forsendur fjárhagsáætlunar Velferðar- og mannréttindasviðs 2016

1509212

Umræður um forsendur fjárhagsáætlunar:
Sviðsstjóri Velferðar- og mannréttindasviðs óskar eftir að gert verði ráð fyrir kaupum á íbúð vegna sérúrræðis í búsetumálum fatlaðs fólks í fjárfestingaráætlun ársins 2016.
Lagður fram samanburður á fjárhæð fjárhagsaðstoðar nokkurra sveitarfélaga.
Velferðar- og mannréttindaráð beinir því til bæjarráðs að gert verði ráð fyrir fjárfestingu í íbúð að fjárhæð kr. 23.000.000.
Ráðið leggur einnig til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar hækki um sömu hlutfallstölu og miðað er við að gjaldskrá Akraneskaupstaðar hækki um.


2.Þjónustusvæði í málefnum fatlaðra

1510028

Lögð fram drög að umsókn um undanþágu frá mannfjöldaviðmiðum varðandi þjónustusvæði í málaflokki fatlaðra sbr. 4. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, ásamt bréfum til samstarfsaðila.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra, í samráði við bæjarstjóra að ræða við Hvalfjarðarsveit um erindið. Ráðið vísar málinu til bæjarstjórnar til samþykktar.

3.Herdísarholt - samningur um búsetuþjónustu

1206122

Ársskýrsla Herdísarhús ehf., rekstraraðila Herdísarholts, lögð fram til kynningar. Samningur við Herdístarhús gildir til áramóta, en gert er ráð fyrir að hann framlengist sjálfkrafa um 1 ár þar sem uppsagnarákvæði hefur ekki verið beitt.

4.Átak í forvörnum gegn kynferðisofbeldi

1506179

Á 16. fundi Velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var þann 1. júlí sl. samþykkti ráðið að leita eftir samstarfi við aðra aðila á svæðinu sem málið er skylt, s.s. Lögreglu, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Fjölbrautarskóla Vesturlands um stofnun samráðshóps um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Fram hafa komið ábendingar um að verkefnið falli vel að hlutverki 'Brúarinnar', sem er er formlegur samráðs- og og samstarfsvettvangur starfsmanna og stofnana sem koma að málum sem tengjast unglingum í sveitarfélaginu. Sviðsstjóri leggur til að 'Brúnni' verði falið að sinna forvörnum gegn kynferðisofbeldi.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að koma verkefninu á framfæri við forsvarsmenn Brúarinnar. Ráðið bendir á að uppfæra þarf starfsreglur samráðsvettvangsins.

5.Fundir 2015 - Þjónusturáð Vesturlands í málefnum fatlaðra

1512003

Fundargerðir 46. og 47. fundar þjónustutáðs Þjónustusvæðis Vesturlands í málefnum fatlaðs fólks lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2015 - Starfshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1504123

Fundargerðir 10.-15. fundar starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00