Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

27. fundur 18. nóvember 2015 kl. 16:00 - 19:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Heimaþjónusta, innlit kvöld og helgar

1509083

Lögð fram tillaga verkefnisstjóra heimaþjónustu Akraneskaupstaðar og deildarstjóra heimahjúkrunar HVE að fyrirkomulagi og viðmiðum fyrir innlitsþjónustu í heimaþjónustu.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að breyttum reglum um heimaþjónustu með hliðsjón af tillögunum.

2.Greiðslur til stuðningsfjölskyldna

1502159

Umræður um greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna á þjónustusvæði Akraneskaupstaðar. Framhald umræðu frá 8. apríl 2015.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að greiðslur til stuðningsfjölskyldna verði samræmdar greiðslum annarra félagsþjónustusvæða á þjónustusvæði Vesturlands, sbr. bókun ráðsins frá 18. febrúar 2015. Ráðið beinir því til bæjarráðs að gert verði ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun ársins 2016. Ráðið mælist einnig til að greiðslur vegna stuðninsfjölskyldna verði samræmdar milli málaflokks fatlaðra og barnaverndar. Áætlaður kostnaðarauki vegna hækkunarinnar er 1,1 m.kr.

3.Styrkir til valdeflingar fatlaðs fólks árið 2016

1511085

Þjónusturáði í málefnum fatlaðra hefur borist tilkynning frá Velferðarráðnueyti um að hægt sé að sækja um styrk vegna kostnaðar við að koma á fót notendaráði í málaflokknum.
Lögð fram drög að verkefnislýsingu og umsókn um styrk.
Velferðar- og mannréttindaráð tekur jákvætt í tillögur að verkefnisýsingu og felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna vinna áfram að umsókn og undirbúningi verkefnisins.

4.Trúnaðarmál

1510180

5.Forsendur fjárhagsáætlunar Velferðar- og mannréttindasviðs 2016

1509212

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun sem vísað hefur verið til 2. umræðu í bæjarstjórn. Rætt um forsendur áætlunarinnar og þætti sem haft geta áhrif á hana.

6.Stígamót - styrkbeiðni

1510144

Í bréfi frá 7. október 2015 óskar Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta eftir stuðningi Akraneskaupstaðar við rekstur samtakanna. Óskað er umsagnar velferðar- og mannréttindaráðs um umsóknina.
Velferðar- og mannréttindaráð mælir með því að gert verði ráð fyrir styrk til Stígamóta í fjárhagsáætlun ársins 2016 og vísar erindinu til bæjarráðs.

7.Tillaga um breytingu á reglum á fjárhagsaðstoð.

1511079

Lögð fram tillaga félagsmálastjóra og sviðsstjóra um að hámarksfjárhæð láns vegna ábyrgðar í tengslum við gerð húsaleigusamninga verði hækkuð í 420 þ.kr. þar sem húseleiga hefur hækkað umtalsvert frá því að núverandi hámark var ákveðið. Kostnaður er talinn óverulegur þar sem sjaldnast er um bein fjárútlát að ræða.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

8.Málefni málskotsnefndar

1511223

Lögð fram tillaga sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs um að málskotsnefnd í félagsmálum verði lögð niður og hlutverk hennar falið Velferðar- og mannréttindaráði.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarráðs. Ráðið þakkar fulltrúum í málsskotsnefndinni vel unnin störf.

9.Trúnaðarmál

1511213

10.Trúnaðarmál

1511231

11.Trúnaðarmál

1511236

Fundi slitið - kl. 19:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00