Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

25. fundur 21. október 2015 kl. 16:00 - 18:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

1509380

Vísað til trúnaðarbókunar velferðar- og mannréttindaráðs.

2.Fræðslufundur um málefni flóttamanna

1510111

Lögð fram tillaga að dagskrá fræðslufundar um málefni flóttamanna.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir að taka þátt í að halda fund með því sniði sem lagt er upp með en leggur til að athugað verði með þátttöku einstaklings með reynslu af því að koma sem flóttamaður til landsins og að fundi verði seinkað fram yfir kvöldmat.

3.Stuðningur við fötluð börn á skertum skóladögum og starfsdögum

1510112

Umræða um þjónustu við fötluð börn, sem ekki hafa aldur til að sækja Þorpið, á skertum skóladögum og starfsdögum skóla. Tekið upp að frumkvæði Gunnhildar.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir að skoðað verði hvort boðið er upp á slíka þjónustu í öðrum sveitarfélögum.

4.Gjald fyrir hádegisverð í Fjöliðjunni

1510115

Gjald fyrir hádegisverð í Fjöliðjunni var ákveðið kr. 450,- í desember árið 2012 og hefur haldist óbreytt síðan. Aðrar gjaldskrár hækkuðu um 3,5% árið 2015 og munu að öllum líkindum hækka að nýju um áramót 2015-16. Lagt er til að gjaldið verði kr. 480,- frá og með 1. janúar og fylgi upp frá því almennum ákvörðunum um breytingar á gjaldskrám.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir ofangreinda tillögu.

5.Stefnumótun Velferðar- og mannréttindasviðs

1503106

Sviðsstjóri leggur til að fundur með fötluðum notendum þjónustu sveitarfélagsins, aðstandendum þeirra og helstu hagsmunaaðilum verði haldinn nóvember. Umræður um dagsetningu.
Velferðarð- og mannréttindaráð samþykkir að halda fundinn 30. nóvember kl. 19:30, en felur sviðsstjóra að ganga úr skugga um að ekki séu aðrir fundir fyrirhugaðir á þeim tíma.

6.Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs

1402046

Lagt fram til kynningar erindi Íbúðalánasjóðs frá 8. október 2015, þar sem Akraneskaupstað er boðið til viðræðna um kaup á eignum sjóðsins í sveitarfélaginu. Fjallað var um erindið á fundi bæjarráðs 15. október s.l.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Í tölvupósti frá nefndarsviði Alþingis dagsettum 5. október 2015 er lýst eftir umsögnum og athugasemdum við tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Lagt fram til kynningar.

8.Uppbygging búsetuúrræða á Akranesi

1411152

Framhald umræðu um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk á Akranesi.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að kanna hvar síðast hefur verið byggt nýtt sambýli frá grunni á landinu og áform annarra sveitarfélaga um byggingu.

9.Reglur um aðstoð við lyfjagjöf í búsetuþjónustu

1510113

Á fundi teymis í málefnum fatlaðra þann 20. október 2015 var rætt um aðstoð við þjónustuþega við lyfjatöku. Teymið leggur til að sett verði regla um að starfsmenn taki einungis að sér að aðstoða við lyfjatöku ef lyf eru skömmtuð fyrirfram í lyfjarúllu til að auka öryggi í lyfjagöf og hagræði í þjónustunni.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að útfærslu almennri reglu samkvæmt tillögu teymisins og bendir á að gera þurfi ráð fyrir undantekningum frá reglunni í sérstökum tilvikum.

10.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar

1510080

Umræður um drög að jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð felur sviðsstjóra að klára drögin samkvæmt umræðum á fundinum til afgreiðslu á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00