Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

21. fundur 02. september 2015 kl. 16:00 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá
Sveinborg L. Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri sat fundinn og tók þátt í umræðum um liði 1, 2 og 6 í fundargerðinni.

1.Flóttamannaverkefnið 2008

1508429

Lagðar fram skýrslur Rauða kross Íslands og Akraneskaupstaðar um flóttamannaverkefnið á Akranesi 2008-2009, þar sem tekið var á móti 29 flóttamönnum frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak.
Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri mætti til fundarins og fór yfir reynslu Akraneskaupstaðar.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Sveinborgu greinargóðar upplýsingar og óskar eftir að gerð verði samantekt um verkefnið, þar sem teknar verði saman upplýsingar um reynsluna af þeim úrræðum sem stóðu flóttamönnunum til boða og hvað læra megi af verkefninu.

2.Félagslegt leiguhúsnæði á Akranesi

1509001

Lögð fram samantekt sviðsstjóra Velferðar- og mannréttindasviðs um félagslegt húsnæði og önnur húsnæðisúrræði á vegum Akraneskaupstaðar.
Rætt um stöðu mála. Sveinborg sat fundinn á meðan á umræðunum stóð.

3.Velferðar- og mannréttindasvið - Fjárhagsyfirlit 2. ársfjórðungs 2015

1508182

Lagt fram bréf sviðsstjóra Velferðar- og mannréttindasviðs til fjármálastjóra með skýringum á frávikum frá fjárhagsáætlun ársins 2015.

4.Vesturgata 102

1411152

Umræður um stöðu mála.

5.Trúnaðarmál

1501209

Vísað til trúnaðarbókunar Velferðar- og mannréttindaráðs.

6.Visible bridges - norrænt verkefni

1508255

Sveinborg Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri óskar eftir heimild Velferðar- og mannréttindaráðs til að sækja vinnudaga í Arendal í Noregi í norrænu samstarfsverkefni sem ber heitið 'Visible bridges'. Markmið verkefnisins er m.a. að þróa leiðir/úrræði til að styrkja þátttöku innflytjenda á vinnumarkaði. Markmiðin falla vel að og geta eflt þá vinnu sem þegar á sér stað varðandi valdeflingu atvinnulausra á Akranesi. Kostnaður Akraneskaupstaðar er enginn umfram það að heimila að þrír vinnudagar 9.-11. september verði nýttir í verkefnið. Sjá nánari lýsingu á verkefninu í meðfylgjandi minnisblaði og á heimasíðu verkefnisins http://www.visiblebridges.net
Verlferðar- og mannréttindaráð samþykkir beiðnina.

7.Trúnaðarmál

1406027

Vísað til trúnaðarbókunar Velferðar- og mannréttindaráðs.

8.Trúnaðarmál

1508027

Vísað til trúnaðarbókunar Velferðar- og mannréttindaráðs.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00