Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

20. fundur 19. ágúst 2015 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Búsetuþjónusta Holtsflöt - akstur íbúa

1411097

Á fundi Velferðar- og mannréttindaráðs þann 21. janúar 2015 var ákveðið gjald fyrir akstur í bíl búsetuþjónustunnar, sem fellur utan lögbundinnar skyldu sveitarfélagsins. Fjárhæð gjaldsins var ákvörðuð kr. 45 fyrir hvern ekinn kílómetra skv. akstursdagbók. Um er að ræða akstur utan bæjarfélagsins og fyrir þann innanbæjarakstur sem flokkast undir tómstundaakstur (t.d. að fara á rúntinn). Í bókun ráðsins var gert ráð fyrir að gjaldið yrði endurskoðað í tengslum við endurskoðun reglna um ferðaþjónustu.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um að aksturgjaldið verði 50% af aksturgjaldi ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytis. Breytingin tekur gildi 1. október 2015. Sviðsstjóra falið að tilkynna notendum og fjárhaldsmönnum um breytinguna.

2.Búsetuþjónusta Holtsflöt- þátttaka í fæðiskostnaði

1411120

Ósk um heimild til greiðslu hlutdeildar í fæðiskostnaði þjónustuþega, vegna fæðis aðstoðarmanna sem snæða með þeim, fyrir tímabilið 2012-2014. Greiðslurnar eru í samræmi við ákvörðun velferðar- og mannréttindaráðs frá 3. desember 2014 og ákvæði reglugerðar nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu. Áætlaður kostnaður er 2,1 m.kr. sem ekki er fjárheimild fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2015.
Velferðar- og mannréttindaráð óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði viðbótarfjárveiting vegna þessa kostnaðar.

3.Velferðar- og mannréttindasvið - Fjárhagsyfirlit 2. ársfjórðungs 2015

1508182

Lagt fram yfirlit yfir stöðu fjárhags miðað við áætlun fyrir fyrri helming ársins 2015.

4.Samstarf um rannsóknarverkefni

1507087

Niðurstaða bæjarráðs varðandi ósk Janusar Guðlaugssonar um samstarf um rannsóknarverkefni varðandi heilsurækt eldri borgara kynnt. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra velferðar- mannréttindasviðs að leita til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands félags eldri borgara o.fl og kanni möguleikann á samstarfi. Málið verði unnið áfram á vettvangi velferðar- og mannréttindaráðs.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að einnig verði leitað eftir samstarfi við verkalýðs- og starfsmannafélög og fyrirtæki á svæðinu um samstarf og stuðning við verkefnið. Sviðsstjóra falið að vinna að málinu.

5.Ósk um heimild til að sækja ráðstefnu

1508181

Sviðsstjóri Velferðar- og mannréttindasviðs óskar eftir heimild Velferðar- og mannréttindaráðs til að senda tvo starfsmenn barnaverndar á Norrænu barnaverndarráðstefnuna 2015. Ráðstefnan fer fram í Turku, Finnlandi dagana 26. - 28. ágúst nk.
Velferðar- og mannréttindaráð fellst á beiðnina en áréttar að beiðnir sem þessar séu lagðar fram með meiri fyrirvara.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00