Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð

8. fundur 18. febrúar 2015 kl. 16:00 - 17:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
 • Gunnhildur Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
 • Arnheiður G Andrésdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Þjónustugjaldskrár 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411069

Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri mætti á fundinn kl. 16:00 og fór yfir hugmynd að breytingum á gjaldskrá vegna félagslegrar heimþjónustu. Velferðar- og mannréttindaráð telur að rétt sé að einfalda gjaldskrá vegna félagslegrar heimaþjónustu. Tillaga er um að flokkum verði fækkað um einn á árinu 2016 og annan á árinu 2017. Alltaf verði hópur sem ekki greiðir gjald vegna þjónustunnar.
Laufey vék af fundi kl. 16:35.2.Stuðningsfjölskyldur - hækkun greiðslna

1502159

Farið yfir tillögu að hækkun á greiðslum til stuðningsfjölskyldna í samræmi við tillögu frá Þjónusturáði Vesturlands. Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Þjónusturáðs Vesturlands.

3.Beiðni um búsetuþjónustu - trúnaðarmál

1502165

Sveinborg Kristjánsdóttir mætti á fundinn kl. 16:45. Arnheiður kynnti nýja þjónustubeiðni.

4.Starfshættir velferðar- og mannréttindaráðs

1411124

Arnheiður kynnti þjónustu við fatlaða einstaklinga. Hún fór einnig yfir ný verkefni sem framundan eru.

Sveinborg kynnti námskeið fyrir fulltrúa í félagsþjónustunefndum sem haldið verður í Borgarbyggð 13. mars kl. 10:00 - 16:00. Fulltrúar í ráðinu lýsa yfir áhuga á að mæta. Félagsmálastjóri mun sjá um að kynna námskeiðið fyrir varamönnum í ráðinu.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00