Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

36. fundur 14. maí 2002 kl. 17:30 - 19:00

36 fundur umhverfisnefndar haldinn á Dalbraut 8, miðvikudaginn 14. maí 2002 og hófst hann kl. 17:30.

Mættir:  Georg Janusson, formaður,
Jóna Adolfsdóttir,
Þóranna Kjartansdóttir.
Stefán Magnússon
Hallveig Skúladóttir

Auk þeirra Hrafnkell Á. Proppé, umhverfisfulltrúi, sem ritaði fundargerð og Valdimar  Þorvaldsson umsjónarmaður sorpmála.

Fyrir tekið:

1. Umsögn um stækkun á lóð við Höfðasel 15.
Umhverfisnefnd setur sig ekki upp á móti stækkun lóðar Gámaþjónustu Akraness ehf  að  því gefnu að vegsvæðið  upp með Berjadalsá verði a.m.k. 10 metrar.   Nefndin leggur áherslu á að iðnfyrirtækin við Höfðasel gangi snyrtilega frá lóðun sínum með girðingum eða annari skermun. 

2. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með lagafrumvarpið og gerir engar athugasemdir við það.  Fruvarpið felur í sér auknar kröfur á alla meðferð úrgangs.  Ljóst er að kostnaður vegna urðunar mun aukast verulega en jafnframt er opnað á þann möguleika að sveitarfélög hagi gjaldskrá þannig að hvati sé til að draga úr myndun úrgangs.   Athygli er vakin á því að þeir urðunarstaðir sem eru í rekstri við gildistöku laganna fá frest til 16. júlí 2009 til að uppfylla þau

3. Erindi um frágang eldri efnistökusvæða.
Lagt fram.


Fundi slitið kl. 19:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00