Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

31. fundur 21. ágúst 2001 kl. 17:00 - 19:00

31. fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarskrifstofa, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 21. ágúst 2001 og hófst hann kl. 17:00.
Mættir:  Georg Janusson, formaður,
  Jóna Adolfsdóttir,
  Hallveig Skúladóttir.
Varamaður: Jón Jónsson
Auk þeirra Hrafnkell Á. Proppé, umhverfisfulltrúi, sem ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Umhverfisviðurkenningar árið 2001.
Rætt var um veitingu umhverfisviðurkenninga árið 2001 og ákveðið að veita viðurkenningar um miðjan september.
2. Staðardagskrá 21.
Skýrt var frá stöðu mála við vinnu að gerð Staðardagskrá 21.  Reiknað er með að vinnunni ljúki nú í haust.
3. Göngustígur við Krókalón.
Rætt var um göngustíg meðfram Kókalón og aðgengi niður í Krókalónið.
Samþykkt var að nauðsynlegt væri að tryggja aðgengi almennings að Krókalóni og vinna að gangstígagerð meðfram strandlengjunni.
4. Fundur Náttúrverndar ríkisins og náttúruverndanefnda.
Samþykkt var að óska eftir að fulltrúar umhverfisnefndar og umhverfisfulltrúi fái heimild til að sækja fundinn.
5. Önnur mál.
5.1. Starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar hf.
Farið var yfir starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar hf. Umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að kæra ákvörðun Hollustuverndar þar sem tekið hefur verið tillilt til flest allra athugasemda nefndarinnar.  
Samþykkt var að beina þeim tilmælum til Sementsverksmiðjunnar að virku upplýsingastreymi verði komið á til umhverfisnefndar og bæjarbúa.   Umhverfisnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum á fyrirhuguðum þungaflutningum frá sementsverksmiðjunni í gegnum bæinn eftir að ferjuflutningar á sementi verða lagðir af.    
5.2. Samningur um umsjón og rekstur friðlandsins við Blautós og Innsta-Vogsnes.
Samþykkt var að fela umhverfisfulltrúa að koma athugasemdum fram við Náttúruvernd ríkisins og fá upplýsingar um þann kostnað sem fylgir samningnum.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00