Fara í efni  

Umhverfisnefnd (2000-2008)

19. fundur 05. júní 2000 kl. 16:00 - 18:00
19. fundur umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, mánudag 5. júní 2000 kl. 16:00.Mættir: Georg Janusson, formaður, Hallveig Skúladóttir, Jóna Adolfsdóttir, Þóranna Kjartansdóttir, Jón Jónsson, varamaður Stefáns Magnússonar og Hrafnkell Á. Proppé, garðyrkjustjóri sem ritaði fundargerð.


1. Viðræður við heilbrigðisfulltrúa og byggingar- og skipulagsfulltrúa um hreinsunarátak.
Rætt var um að gera sameiginlega áskorun til bærarstjórnar um að hefja aðgerðir sem miða að því að fá eigendur þeirra húseigna sem eru að drabbast niður til að rífa þau eða endurbyggja. Einnig var ákveðið að byggingar- og skipulagsfulltrúi og garðyrkjustjóri hvetji íbúa til aðgerða.
Skúli Lýðsson, byggingar- og skipulagsfulltrúi vék af fundi.

2. Notkun blýhagla í landi Akraneskaupstaðar. Bréf bæjarráðs dagsett 11. og 24. maí 2000.
Umhverfisnefnd telur að ekki sé hægt að framfylgja banni við notkun blýhagla í landi í eigu Akraneskaupstaðar. Akraneskaupstaður á land á Botnsheiði og í Akrafjalli þar sem stunduð er skotveiði og því óframkvæmanlegt að fylgja þessu banni eftir. Hvað varðar svæði Skotfélagsins þá telur nefndin að ekki sé hægt að banna notkun blýhagla án þess að undan gangi rannsóknir um útskolun á blýi á svæðinu. Nefndin hvetur umhverfisráðuneytið til að flýta þeirri vinnu sem miðar að banni við notkun blýhagla á landsvísu.
Hallveig Skúladóttir og Steingrímur Benediktsson heilbrigðisfulltrúi véku af fundi


3. Beitarmál hestamanna. Bréf bæjarráðs dagsett 18. maí 2000
Í samningi um umgengisreglur á beitarlandi kemur fram í 3. gr. að land til slægna skal nýta áfram sem slíkt þar til annað verður ákveðið í aðalskipulagi. Nefndin telur eðlilegt að hestamannafélagið Dreyri setji sér reglur um notkun á því beitilandi sem það hefur til umráða.

4. Kríuvarp í landi Akraneskaupstaðar.
Að gefnu tilefni samþykkir nefndin að vekja athygli á að krían sé alfriðuð og þar með eggjataka. Garðyrkjustjóra falið að láta birta auglýsingu þessa efnis og vekja athygli lögreglu á málinu.

5. Önnur mál
1. Tilboð frá Vistmönnum ehf. um miðlæga heimajarðgerðarstöð sem hentar blokkum.
Nefndin lýsir yfir áhuga sína á að skoða þetta tilboð og vísar erindinu til starfshóps um gerð Staðardagskrá 21.


Fundi slitið slitið kl. 17:50.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00