Fara í efni  

Tómstunda- og forvarnarnefnd (2002-2008)

42. fundur 17. febrúar 2005 kl. 17:30 - 19:00

42. fundur í tómstunda- og forvarnarnefnd var haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, fimmtud.  17. febrúar 2005 og hófst hann kl. 17:30.


Mættir voru:               Hjördís Hjartardóttir, formaður

                                  Hildur Karen Aðalsteinsdóttir

                                  Sævar Haukdal, ritari

                                  Katrín Rós Baldursdóttir

Varamaður:                Hörður Þorsteinn Benónýsson

Frá ÍA:                       Sturlaugur Sturlaugsson, formaður ÍA

                                  Jón Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri ÍA

Bæjarstjóri:                Gísli Gíslason


 

Fyrir tekið:

1.  Bréf bæjarráðs, dags. 4.2.2005, þar sem tilkynnt er að bæjarráð hafi samþykkt tillögu tómstunda- og forvarnarnefndar um úthlutun styrkja í samræmi við viðmiðunarreglur.

Lagt fram.

 

2. Bréf bæjarráðs, dags. 4.2.2005, þar sem tilkynnt er að bæjarráð hafi staðfest tillögu tómstunda- og forvarnarnefndar frá 27.1.2005 varðandi breytt hlutföll úthlutunar styrkja vegna barna- og unglingastarfs í tómstundum á Akranesi og tillögu tómstunda- og forvarnarnefndar frá 26. október 2004 varðandi umsóknarfresti um styrki.

Lagt fram.

 

3.  Bréf Badmintonfélags Akraness, dags. 9.2.2005, þar sem óskað er endurskoðunar á styrkveitingu til afreksmanna félagsins.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

 

4.  Tilnefningar í samráðsnefnd unglinga.

 

Í samráðsnefnd unglinga hafa eftirtaldir aðilar verið tilnefndir:

 

Frá Arnardal

Harpa Jónsdóttir

Frá Hvíta húsinu

Þór Birgisson

Frá nemendafélagi Grundaskóla

Ragnheiður Smáradóttir

Frá nemendafélagi Brekkubæjarskóla

Til vara:

Birkir Guðmundarson

Bergur L. Guðnason

Frá nemendafélagi Fjölbrautaskóla Vesturlands

Til vara:

 

Gunnar Smári Jónbjörnsson

Runólfur Óttar Kristjánsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tómstunda- og forvarnarnefnd samþykkir að fela formanni og bæjarstjóra að undirbúa fund ráðsins með nefndinni.

           

5.  Hljómsveitarherbergi í Íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

 

6. Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 10.2.2005, varðandi 8. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer helgina 29. ? 31. júlí í Vík í Mýrdal.

Lagt fram.  Samþykkt að senda aðildarfélögum ÍA auglýsinguna og er því beint til ÍA að koma á framfæri frekari kynningu á mótinu.

 

7.  Drög að samningi Akraneskaupstaðar við Skátafélag Akraness um sumar- og leikjanámskeið fyrir börn 2005 ? 2007.

Tómstunda- og forvarnarnefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur æskulýðsfulltrúa að undirrita hann.

 

8.  Umsóknir um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi ? Styrktímabil er 1. júlí ? 31. des. 2004.   Bréf bæjarritara, dags. 16.2.2005, ásamt tillögu um úthlutun.

Lagðar voru fram umsóknir Badmintonfélags Akraness, Rekstrarfélags mfl. og 2. flokks Knattspyrnufélags ÍA, Hestamannafélagsins Dreyra, Körfuknattleiksfélags Akraness, Fimleikafélags Akraness, Keilufélags Akraness, Sundfélags Akraness, Golfklúbbsins Leynis, Karatefélags Akraness, Skátafélags Akraness, Kvennanefndar Knattspyrnufélags ÍA, Unglinganefndar Knattspyrnufélags ÍA, Skagaleikflokksins. 

Lagt fram bréf bæjarritara, dags. 16. febrúar, þar sem bent er á nokkur atriði varðandi úthlutunarreglurnar, sem ástæða er til að lagfæra.

Lögð fram tillaga að skiptingu styrkja í samræmi við samþykktar reglur og samþykkir nefndin úthlutunina.  Bæjarstjóri og Jón Þór munu undirbúa afhendingu styrkjanna.

 

9. Önnur mál.

9.1. Tölvupóstur forstöðumanns Bíóhallarinnar, dags. 16.2.2005, varðandi búnaðarkaup fyrir Bíóhöllina.

Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar bæjarráðs.

 

9.2.  Hildur Karen ræddi um dagsetningu írskra daga og urðu nokkrar umræður um hana.  Einnig var rætt um ábyrgð á ýmsum viðburðum og verkefnum.

 

9.3.  Afhending viðurkenninga vegna Íslandsmeistaratitla.

Samþykkt að fela rekstrarstjóra íþróttamannvirkja í samvinnu við framkvæmdastjóra ÍA að undirbúa málið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00