Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

7. fundur 27. september 2011 kl. 18:00 - 18:30

Fundinn sátu:

Kristján Sveinsson formaður
Kjartan Kjartansson
Guðrún M.Jónsdóttir
Dóra Líndal Hjartardóttir varamaður
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1) Sólmundarhöfði 7
Formaður skýrði frá viðræðum sínum við forseta bæjarstjórnar og bæjarritara vegna fyrirhugaðra framkvæmda við fjölbýlishúsið Sólmundarhöfða 7. Stjórn Höfða telur að væntanlegir íbúar hússins geti fengið sömu þjónustu hjá Höfða og íbúar húsa við Höfðagrund, en telur ekki koma til greina að tengja húsið við Höfða með tengigangi.

2) Hjúkrunarrými
Við athöfn á Höfða 23.september s.l. vegna fyrstu skóflustungu að nýrri hjúkrunarálmu kom fram hjá velferðarráðherra að fækkun hjúkrunarrýma á Höfða, sem kom til framkvæmda 1.janúar 2011, verði dregin til baka þegar nýja álman verður tekin í notkun næsta sumar. Samþykkt að óska eftir heimild til skammtímavistunar í 2 hjúkrunarrými þangað til.

3) Bygging hjúkrunarálmu
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu verksins.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00