Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

16. fundur 12. september 2012 kl. 17:30 - 19:10

Fundinn sátu:
Kristján Sveinsson formaður
Kjartan Kjartansson varaformaður
Guðrún M.Jónsdóttir
Hjördís Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna
Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1) Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir Guðna Eyjólfsson, Höfðagrund 23, Akranesi, Agnesi Sigurðardóttur, Höfðagrund 6, Akranesi og Jóhönnu Ólafsdóttur, Völlum, Hvalfjarðarsveit

2) Rekstraryfirlit janúar-júní 2012
Lagt fram

3) Fundargerðir framkvæmdanefndar 11.ágúst, 16.ágúst, 27.ágúst, 4.sept. og 11.sept.
Lagðar fram

4) Staða framkvæmda – vígsla hjúkrunarálmu
Formaður  gerði grein fyrir stöðu verksins. Nýja hjúkrunarálman verður vígð föstudaginn 14.september kl. 14,00

5) Útboð vegna breytinga á hjúkrunargangi
Útboð vegna breytinga tvíbýla í einbýli og endurbóta á hjúkrunargangi verður auglýst um næstu helgi

6) Nýtt skipurit
Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra að gera drög að nýju skipuriti fyrir Höfða

7) Samanburður á rekstri öldrunarstofnana
Lagður fram samanburður Velferðarráðuneytisins á rekstri öldrunarstofnana árið 2010.
Höfði kemur mjög vel út úr þeim samanburði.

8) Starfsmannamál
a) Mönnun í aðhlynningu. Hjúkrunarforstjóri gerði grein fyrir málinu. Tillaga hennar til úrbóta samþykkt.
b) Starf framkvæmdastjóra. Vegna aldurs lýkur starfstíma Guðjóns Guðmundssonar í lok október. Að ósk stjórnar Höfða mun Guðjón gegna áfram starfi framkvæmdastjóra þar til framkvæmdum við endurnýjun hjúkrunargangs lýkur um næstu áramót

9) Önnur mál
a) Bifreiðamál.  Bifreið sem notuð er til aksturs fatlaðra fyrir Akraneskaupstað er orðin 10 ára gömul og viðhald á henni að aukast. Samþykkt að ræða við forráðamenn Akraneskaupstaðar um kaup á nýrri bifreið.
b) Lán vegna framkvæmda. Varaformanni og framkvæmdastjóra falið að undirbúa tillögu um lántöku fyrir næsta stjórnarfund.
c) Árshátíð starfsmanna Höfða verður haldin 6.október
d) Fótaaðgerðastofa. Guðrún Sigurbjörnsdóttir hættir rekstri fótaaðgerðastofu á Höfða í október. Samþykkt að auglýsa stofuna til leigu. Stjórn Höfða þakkar Guðrúnu fyrir frábæra þjónustu við íbúa Höfða í 25 ár
e) Skipulagsskrá Höfða. Framkvæmdastjóri greindi frá viðræðum sínum við lögmann SFV varðandi nýja skipulagsskrá

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00