Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

137. fundur 27. mars 2023 kl. 16:30 - 18:08 Höfði hjukrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Elsa Lára Arnardóttir
  • Helgi Pétur Ottesen
  • Aldís Þorbjörnsdóttir fulltrúi starfsmanna
Starfsmenn
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
  • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

1.  Ársreikningur 2022
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra.
Samkvæmt ársreikningi námu rekstrartekjur Höfða 1.337,5 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta námu 1.298,4 mkr. Afskriftir námu 26,6 mkr. og fjármagnsliðir nettó 14,2 mkr. Gjaldfærsla vegna endurbóta í 1. áfanga Höfða nam 40,9 mkr. Rekstrarafkoma ársins er neikvæð um 42,6 mkr.
Handbært fé lækkar um 166,5 mkr. og nam 127,1 mkr. í árslok 2022.

Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta ársreikninginn með undirskrift sinni.

2.  Endurskoðunarskýrsla 2022
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir skýrsluna. Stjórn þakkar Jóhanni fyrir yfirferð á skýrslunni.

Lögð fram.

3.  Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir þrjá einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

Staða á biðlistum 24.3.2023:
Hjúkrunarrými: 29 einstaklingar.
Dvalarrými: 12 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 39 einstaklingar.

4.  Afskrift viðskiptakrafna
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um afskriftir viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 69.807.

5. Lánasamningur við Akraneskaupstað
Stjórn Höfða samþykkir lánasamning við Akraneskaupstaðar vegna skammtímafjármögnunar á endurbótum í 1. áfanga Höfða.

6.  Fundur með heilbrigðisráðherra
Elsa Lára og framkvæmdastjóri fóru yfir efni fundar með heilbrigðisráðherra þann 10.3. sl. um málefni Höfða.

7.  Starfsmannamál
a) Beiðni um launalaust leyfi, sjá trúnaðarbók
Stjórn samþykkir beiðnina.
b) Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.
c) Kjarasamningur Sameykis v.starfsmanna Akraneskaupstaðar og Höfða

Lögð fram túlkun frá kjaramálasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga á sérákvæði í viðauka 8.

8.  Skýrsla eldvarnaeftirlits vegna 2. áfanga Höfða
Lögð fram.

9.  Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 15.2.23
Lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:08

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00