Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

135. fundur 28. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:03 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Björn Guðmundsson varaformaður
 • Elsa Lára Arnardóttir
 • Helgi Pétur Ottesen
 • Aldís Þorbjörnsdóttir fulltrúi starfsmanna
Starfsmenn
 • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
 • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir þrjá einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 24.11.2022:
Hjúkrunarrými: 23 einstaklingar.
Dvalarrými: 12 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 36 einstaklingar.

2. Fjárhagsáætlun 2022 – viðauki 1
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2022 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.
Breytingar gera ráð fyrir 28,5 mkr. hækkun á áætluðum tekjum og til 40,2 mkr. hækkunar á rekstrargjöldum. Á fjármagnsliðum er gert ráð fyrir nettó 3,9 mkr. breytingu. Breytingar í viðauka hækkar neikvæða afkomu ársins úr 14,6 mkr. í 22,4 mkr. eða um 7,8 mkr. Viðauki 1 gerir jafnframt ráð fyrir lækkun á handbæru fé um 7,8 mkr. og nemur það 87,2 mkr. í árslok 2022. Aukning á rekstrartapi ársins er mætt með lækkun á handbæru fé.
Stjórn Höfða samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2022.

3. Gjaldskrá Höfða
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um nýja gjaldskrá fyrir verð á útseldu fæði frá Höfða vegna heimsendingar á matarbökkum og til kostgangara. Verð pr. máltíð hækki úr kr. 1.246 í kr. 1.274 eða um 2,23% frá síðustu gjaldskrárbreytingu þann 1.7.22. Breytingin nemur hækkun vísitölu neysluverðs frá júní 2022 til október 2022.
Hækkun tekur gildi frá og með 1. janúar 2023.
Stjórn Höfða samþykkir ennfremur að verð á matarmiðum til starfsmanna taki sömu breytingum og verður á skattmati fæðis fyrir tekjuárið 2023.
Jafnframt felur stjórn framkvæmdastjóra að móta nýja gjaldskrá á útseldu fæði til þjónustumiðstöðvar Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4. Í þeirri vinnu þarf að taka tillit til fjárfestinga í tækjakosti og aukningu í stöðugildum í eldhúsi til að mæta framleiðsluaukningu.

4. Fjárhagsáætlun 2023
Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.379,9 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nema 1.363,5 mkr. Afskriftir nema 29,5 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 26,3 mkr. Óreglulegir liðir nema 74,3 mkr. Tap af rekstri án óreglulegra liða nemi 39,4 mkr. en með óreglulegum liðum nemi tapið 113,7 mkr. Handbært fé til rekstrar nemi 67,5 mkr., fjárfestingahreyfingar nemi nettó 116,1 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi nettó 263,8 mkr. Hækkun á handbæru fé nemi 135,2 mkr. og að handbært fé í árslok verði 215,3 mkr.
Lögð fram til seinni umræðu og samþykkt.

5. Fjárhagsáætlun 2024-2026
Lögð fram til seinni umræðu og samþykkt.

6. Starfsmannamál
a) Beiðni um launalaust leyfi, sjá trúnaðarbók
Stjórn samþykkir beiðnina.
b) Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.

7. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 26.8. og 31.10.22
Lagðar fram.

Fleira ekki gert.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00