Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

131. fundur 05. september 2022 kl. 16:30 - 18:47 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
 • Einar Brandsson formaður
 • Björn Guðmundsson varaformaður
 • Elsa Lára Arnardóttir
 • Helgi Pétur Ottesen
 • Aldís Þorbjörnsdóttir fulltrúi starfsmanna
Starfsmenn
 • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
 • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

1. Starfsmannamál

a. Ráðning hjúkrunardeildarstjóra

Samþykkt að ráða Björk Elvu Jónasdóttur í starf hjúkrunardeildarstjóra á Jaðri.

Kjartan Kjartansson, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir og Aldís Þorbjörnsdóttir víkja af fundi undir dagskrárlið nr. 1 a) og taka svo aftur sæti á fundinum undir dagskrárlið nr. 1. b). Harpa Hallsdóttir (HH) mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar tekur sæti á fundinum undir dagskrárlið nr. 1. a) Steinar Adolfsson (SA) sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs Akraneskaupstaðar ritar fundargerð undir þessum dagskrárlið nr. 1. a).

Formaður gefur HH orðið.

HH fer yfir ráðningarferlið og þá vinnu sem hún og Þura Björk Hreinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, inntu af hendi að beiðni stjórnar Höfða vegna vensla framkvæmdastjóra við einn umsækjanda sem leiddi til vanhæfis framkvæmdastjóra og þar með talið hans undirmanna.

Gögn voru send stjórnarmönnum föstudaginn 2. september sl. í læstum skjölum og stjórnarmenn hafa kynnt sér ítarlega.

Um er að ræða:

 1. Umsóknargögn umsækjanda Björk Elvu Jónasdóttur ásamt svörum úr ráðningarviðtali dags. 31. ágúst 2022.
 2. Umsóknargögn umsækjanda umsækjenda Jóhönnu Hildiberg Harðardóttur ásamt svörum úr ráðningarviðtali dags. 31. ágúst 2022.
 3. Umsögn meðmælanda vegna umsóknar Bjarkar Elvu.
 4. Umsögn meðmælanda vegna umsóknar Jóhönnu Hildiberg.
 5. Auglýsing um stöðu hjúkrunardeildarstjóra.
 6. „Matrixa“ með hæfnisþáttum.

HH víkur af fundi.

Stjórn Höfða telur Björk Elvu Jónasdóttur hæfasta umsækjandann og felur HH að bjóða henni starfið og vinna að frágangi ráðningarsamnings.

Jafnframt felur stjórn Höfða HH að tilkynna Jóhönnu Hildiberg um niðurstöðu ráðningarferils og rétt viðkomandi til að óska rökstuðnings í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Steinar Adolfsson víkur af fundi.

b. Ráðning matreiðslumanns

Gögn voru send stjórnarmönnum föstudaginn 2. september sl. og stjórnarmenn hafa kynnt sér ítarlega.

Um er að ræða:

 1. Umsóknargögn umsækjenda sem komu í ráðningarviðtöl.
 2. Grunnmat umsækjenda, ásamt matsviðmiðum vegna starfs matreiðslumanns.
 3. Auglýsing um stöðu matreiðslumanns.

Stjórn Höfða telur Guðmund Jónsson hæfasta umsækjandann og felur framkvæmdastjóra að bjóða honum starfið og vinna að frágangi ráðningarsamnings.

Jafnframt felur stjórn Höfða framkvæmdastjóra að tilkynna umsækjendum niðurstöðu ráðningarferils og rétt viðkomandi til að óska rökstuðnings í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

c. Húsmóðir Höfða

Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir hefur sagt upp störfum sem húsmóðir.

Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að nýrri starfslýsingu húsmóður ásamt auglýsingu fyrir starfið.

Stjórn samþykkir nýja starfslýsingu, auglýsingu og að starfið verði auglýst laust til umsóknar. Framkvæmdastjóra falið að sjá um umsóknarferlið.

d. Dagdvöl

Tillaga frá framkvæmdastjóra um að auglýsa 75% stöðu iðjuþjálfa í dagdvöl Höfða. Um er að ræða 0,15 aukningu á stöðugildum í dagdvöl.

Stjórn samþykkir framlagða tillögu.

2. Vistunarmál

Staðfest vistun fyrir fjóra einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

Staða á biðlistum 31.8.2022:

Hjúkrunarrými: 23 einstaklingar.

Dvalarrými: 15 einstaklingar.

Hvíldarinnlagnir: 29 einstaklingar.

 

3. Rekstraryfirlit 1. janúar til 30. júní 2022

Lagt fram.

4. Dagdvöl Höfða

Akstur í Hvalfjarðarsveit.

Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að leita samninga um akstur fyrir væntanlegan þjónustuþega úr Hvalfjarðarsveit í dagdvöl.

5. Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 23.6. og 17.8.22

Lagðar fram.

Stjórn Höfða felur framkvæmdanefnd að ganga frá samningi við aðalverktaka um aukaverkið „endurnýjun á gleri og opnanlegum fögum á vestur hlið 1. áfanga Höfða“. Áætlaður kostnaður 10,9 mkr.

6. Önnur mál

Umsókn um launalaust leyfi.

Afgreiðsla trúnaðarmál.

 

Fleira ekki gert. 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00