Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

127. fundur 02. maí 2022 kl. 16:30 - 17:48 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Björn Guðmundsson
  • Helgi Pétur Ottesen
Starfsmenn
  • Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
  • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 28.4.2022:
Hjúkrunarrými: 26 einstaklingar.
Dvalarrými: 12 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 24 einstaklingar.

2. Uppfærð jafnlaunastefna
Úttekt vottunaraðila á jafnlaunakerfi Akraneskaupstaðar og Höfða fór fram þann 28. febrúar og 1. mars síðastliðinn og gerði vottunaraðili smávægilegar athugasemdir um orðalag fyrirliggjandi jafnlaunastefnu.
Stjórn Höfða samþykkir uppfærða sameiginlega jafnalaunastefnu fyrir Akraneskaupstað og Höfða í samræmi við ábendingar vottunaraðila.

3. Framlenging á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ)
Samkomulag um framlengingu á þjónustusamningi milli SÍ og Höfða um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Sólmundarhöfða til 31. mars 2025. Auk þess lögð fram yfirlýsing heilbrigðisráðherra vegna samningaviðræðna um rekstur hjúkrunarheimila og samkomulag um sameiginleg málefni.
Stjórn Höfða staðfestir framlengingu á þjónustusamningi til 31. mars 2025.

4. Afskrift viðskiptakrafna
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um afskriftir viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 42.570.

5. Bankaviðskipti -útboð
Útboð Akraneskaupstaðar á bankaviðskiptum sem opnað var þann 11. mars síðastliðin nær einnig til B hluta félaga kaupstaðarins.
Akraneskaupstaður hefur samþykkt að taka hagstæðasta tilboði bjóðenda frá Arion banka.

Stjórn Höfða samþykkir að færa bankaviðskipti sín frá núverandi viðskiptabanka sínum, Landsbankanum yfir til Arion banka á grundvelli útboðs Akraneskaupstaðar.
Stjórn felur framkvæmdastjóra framkvæmd á flutningi bankaviðskipta frá Landsbankanum yfir til Arion banka.
EB vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.

6. Fundargerð framkvæmdanefndar, dags. 27.4.2022
Lögð fram.

7. Starfsmannamál
• Trúnaðarmál
Afgreiðsla trúnaðarmál.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:48

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00