Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

120. fundur 22. júní 2021 kl. 16:30 - 17:20 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Helgi Pétur Ottesen
 • Björn Guðmundsson
Starfsmenn
 • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1.  Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir fjóra einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 18.6.2021:
Hjúkrunarrými: 28 einstaklingar.
Dvalarrými: 10 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 30 einstaklingar.

2.  Rekstraryfirlit 1. janúar til 31. mars 2021
Lagt fram.

3.  Úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2021
Samkvæmt bréfum dags. 20. maí 2021 hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra að veita Höfða framlög til eftirfarandi verkefna:
1) Endurbætur á 2. hæð og 1. hæð fyrsta áfanga Höfða, samtals framlag að fjárhæð kr. 117.250.055.
2) Endurnýjun á lyftuhurðum, samtals framlag að fjárhæð kr. 1.829.728.
3) Endurnýjun á gluggum á jarðhæð, samtals framlag að fjárhæð kr. 2.770.210.
Stjórn Höfða fagnar samþykktum framlögum í mikilvæg viðhaldsverkefni á Höfða.

4.  Önnur mál
a) Framkvæmdanefnd Höfða
Bréf Akraneskaupstaðar dags. 22. júní 2021 þar sem Akraneskaupstaður tilnefnir Björn Kjartansson sem nýjan formann nefndarinnar.
Stjórn Höfða samþykkir skipun Björns sem formanns nefndarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00