Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

117. fundur 22. febrúar 2021 kl. 16:30 - 18:30 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Helgi Pétur Ottesen
 • Kristján Sveinsson varamaður
Starfsmenn
 • Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna
 • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
 • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:

1. Samtal um sameiginleg verkefni Höfða og Akraneskaupstaðar
Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- fjármálasviðs Akraneskaupstaður kemur á fundinn undir þessum lið til að ræða sameiginleg verkefni.
Steinar víkur af fundi.

2. Vistunarmál
Samþykkt vistun fyrir fjóra einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 18.2.2021:
Hjúkrunarrými: 27 einstaklingar.
Dvalarrými: 9 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 24 einstaklingar.

3. Jafnréttisáætlun
Stjórn Höfða samþykkir að gera jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar að sinni og starfa eftir henni. Jafnframt fellur úr gildi jafnréttisstefna Höfða sem samþykkt var af stjórn Höfða þann 19. desember 2016.

4. Umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra
Stjórn Höfða felur framkvæmdastjóra að sækja um að nýju í Framkvæmdasjóð aldraðra um framlag vegna endurbóta á annari hæð suðurálmu Höfða og á fyrstu hæð norðurálmu. Fyrra framlag vegna endurbóta frá árinu 2019 var skilað til sjóðsins í desember 2020 að höfðu samráði við eigendur heimilisins.

5. Viðhaldsverkefni Höfða
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu viðhaldsverkefna á Höfða. Stjórn felur framkvæmdastjóra að sækja um framlag í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna tveggja viðhaldsverkefna.

6. Önnur mál
a) Tillaga varðandi starfsmannamál.
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00