Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

91. fundur 05. desember 2018 kl. 19:00 - 19:30 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Elsa Lára Arnardóttir formaður, Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður, Björn Guðmundsson, Helgi Pétur Ottesen og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1.  Fjárhagsáætlun 2019

Að höfðu samráði við bæjarráð og bæjarstjóra Akraneskaupstaðar er fjárhagsáætlun vegna ársins 2019 tekin til umfjöllunar að nýju. Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 996,5 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 952,5 mkr. Afskriftir nema 26 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 14,6 mkr.  Hagnaður af rekstri nemi 3,4 mkr.  Handbært fé frá rekstri nemi 31,5 mkr., fjárfestingahreyfingar nemi 145 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi 127,5 mkr.  Hækkun á handbæru fé nemur 14 mkr. og að handbært fé í árslok verði 134,1 mkr. Fjárhagsáætlun vegna ársins 2019 lögð fram og samþykkt.

2.  Fjárhagsáætlun 2020-2022

Að höfðu samráði við bæjarráð og bæjarstjóra Akraneskaupstaðar er fjárhagsáætlun vegna tímabilsins 2020 - 2022 tekin til umfjöllunar að nýju. Fjárhagsáætlun vegna tímabilsins 2020 – 2022 lögð fram og samþykkt.

Fleira ekki gert.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00