Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

89. fundur 29. október 2018 kl. 16:30 - 18:40 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Elsa Lára Arnardóttir formaður, Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður, Björn Guðmundsson, Helgi Pétur Ottesen, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1. Starfsmannamál Trúnaðarmál.

Afgreiðsla trúnaðarmál. Steinar Adolfsson og Hrefna Hugosdóttir sitja fundinn undir þessum lið ásamt kjörnum fulltrúum í stjórn og framkvæmdastjóra.

2. Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

3. Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 17. september til 28. október 2018.

4. Rekstraryfirlit Höfða 1. janúar til 31. ágúst 2018.

Lagt fram.

5. Fjárhagsáætlun 2018 – viðauki Viðauki 2 við fjárhagsáætlun Höfða 2018 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.

Stjórn Höfða samþykkir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2018.

6. Fjárhagsáætlun 2019-2022

Samkvæmt framlagðri áætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 996,5 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nema 974,2 mkr.  Afskrfitir nema 26 mkr. og fjármagnsliðir nema nettó 14,6 mkr. Tap af rekstri nemi 18,4 mkr.  Handbært fé frá rekstri nemi 9,7 mkr., fjárfestingahreyfingar nemi 123,3 mkr. og fjármögnunarhreyfingar nemi 127,5 mkr.  Hækkun á handbæru fé nemur 14 mkr. og að handbært fé í árslok verði 134,1 mkr. Lögð fram til fyrri umræðu ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.

 7.  Bréf velferðarráðuneytisins dags. 3. október 2018

Tilkynning um framlengingu fjögurra tímabundinna hjúkrunarrýma á Höfða til 1. október 2019. Rýmin eru sérstaklega ætluð einstaklingum sem eru með færni- og heilsumat og bíða á Landspítalanum eftir varanlegri dvöl í hjúkrunarrými. Lagt fram.

8. Minnisblað SFV dags. 20. september 2018

Lagt fram minnisblað SFV um fjárlög ársins 2019. Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 boðar ríkisstjórnin áframhaldandi niðurskurð á rekstrarframlögum til hjúkrunar-, dvalar-, og dagdvalarrýma. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 og 2021 gerir einnig ráð fyrir áframhaldandi niðurskurði á rekstrarframlögum.

9. Önnur mál

a) Gjaldskrá Höfða Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um nýja gjaldskrá fyrir verð á útseldu fæði frá Höfða.  Verð pr. máltíð hækki úr kr. 1.025 í kr. 1.060 eða um 3,4%.  Hækkun tekur gildi frá og með 1. janúar 2019.

Fleira ekki gert.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00