Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

81. fundur 12. apríl 2018 kl. 16:30 - 18:30 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

 

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Hörður Helgason varaformaður, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1.  Ársreikningur 2017

Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarskrifstofunni Áliti ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra. Samkvæmt ársreikningi námu rekstrartekjur Höfða 859,9 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta námu 827,5 mkr.  Afskriftir námu 26,2 mkr. og fjármagnsliðir nettó 12,7 mkr.  Rekstrarafkoma ársins er neikvæð um 6,6 mkr.  Handbært fé hækkar um 30,5 mkr. og var handbært fé 124 mkr. í árslok 2017. Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta ársreikninginn með undirskrift sinni.

2.  Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir þrjá einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

3.  Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 26. febrúar til 11. apríl 2018.

4.  Vinnustaðagreining Höfða

Framkvæmdastjóri fór yfir niðurstöður vinnustaðagreiningar Gallup á Höfða.

5.  Niðurstöður þjónustukönnunar

Hjúkrunarforstjóri fór yfir niðurstöður þjónustukönnunar meðal aðstandenda íbúa sem framkvæmd var í tengslum við fund með aðstandendum íbúa þann 15. mars sl.

6.  Eineltisstefna Höfða

Hjúkrunarforstjóri fór yfir tillögu að eineltisstefnu fyrir Höfða. Stjórn Höfða samþykkir framlagða stefnu.

 7.  Starfsmannamál

Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu um ráðningu á næringarfræðingi í 20% stöðuhlutfall. Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu.  Fjármögnun er vísað til gerðar viðauka I.

8.  Önnur mál

a) Lífeyrisskuldbindingar Yfirlit vegna uppgjörs við ríki vegna lífeyrisskuldbindinga Höfða. Lagt fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00